Brynjar Elís Ákason
03. febrúar 2025 | kl. 13:40
Enginn sólargeisli er bjartari en mamma, enginn eyfirskur sunnan andvari hlýrri, heiður sumarhiminn aldrei blárri og bjartari en augun hennar.
Engin uppfinning guðs, sem hún trúði svo heitt á, er mýkri en faðmurinn, ekki blíðari en handtakið, ekki fallegri en brosið.
Guð gefi þér góða nótt, elskan.
Skapti