Fara í efni
Minningargreinar

Haraldur Ólafsson

Jæja félagi, þá er komið að kveðjustund.

Í huga mér er fyrst og fremst þakklæti fyrir okkar góðu vináttu, minningin um allar heimsóknirnar og það hversu góður þú varst við strákana okkar Brynju. Strákarnir munu alltaf muna eftir heimsóknunum til þín og hversu vel þú tókst alltaf á móti þeim, alltaf hægt að fá ís, „heimabakaða“ bleika og Maryland kex. Þegar ég hugsa tilbaka þá koma upp svo margar góðar minningar. Þegar við Brynja fluttum suður á sínum tíma og komum við hjá þér til að kveðja er mér sérstaklega minnisstætt þegar þú sagðir við mig „mér finnst ég vera að missa góðan vin of langt í burtu“. Á sama tíma varstu svo ánægður með að við vorum að elta spennandi tækifæri. Önnur sterk minning er frá því við hittumst um jól og afi minn kom frá Húsavík. Það var svo frábært að sjá hversu vel fór á með ykkur og sá var hissa þegar kom í ljós að þú mundir eftir öllum hans helstu afrekum, jafnvel mun betur en hann sjálfur. Þú varst reyndar ótrúlega minnugur á alla hluti.

Ég mun sakna góðu stundanna sem við áttum saman og er á sama tíma ótrúlega þakklátur fyrir allar minningarnar.

Þinn vinur,

Gulli.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01