Fara í efni
Minningargreinar

Hallgrímur Skaptason – lífshlaupið

Hallgrímur Skaptason skipasmiður og framkvæmdastjóri fæddist á Grenivík 23. desember 1937. Hann lést á Kristnesspítala 27. september 2022.

Foreldrar hans voru Skapti Áskelsson, f. 20. júní 1908, d. 3. júlí 1993, og Guðfinna Hallgrímsdóttir, f. 8. júlí 1910, d. 16. júlí 1979.

Bróðir Hallgríms var Brynjar Ingi f. 1945, d. 2015.

Eiginkona Hallgríms var Heba Ásgrímsdóttir ljósmóðir f. 10. febrúar 1938, d. 8. nóvember 2021. Þau giftust 5. ágúst 1961. Foreldrar Hebu voru Ásgrímur Garibaldason, f. 12. desember 1901, d. 7. febrúar 1985, og Þórhildur Jónsdóttir, f. 13. mars 1904, d. 30. júní 1992.

Börn Hallgríms og Hebu eru: 1) Skapti, f. 22. apríl 1962, kvæntur Sigrúnu Sævarsdóttur, f. 13. júlí 1963. Dætur þeirra eru Arna, f. 1988, Alma, f. 1994, og Sara, f. 1997. 2) Guðfinna Þóra, f. 7. febrúar 1966, gift Sigurði Kristinssyni, f. 4. apríl 1966. Dætur Guðfinnu frá fyrra hjónabandi eru Bára, f. 1988, d. 2014, Lilja, f. 1995, Heba Þórhildur, f. 1997, og Sigríður Kristín, f. 2000. Sambýlismaður Lilju er Guðjón Jónasson. Kærasti Sigríðar Kristínar er Arnar Níelsson. Sonur Sigurðar er Sveinn, f. 1986. Eiginkona hans er Ashlan Falletta-Cowden, synir þeirra eru Stefán Björn og Anders Kristófer. 3) Ásgrímur Örn, f. 13. mars 1973, kvæntur Lenu Rut Birgisdóttur, f. 4. júní 1976. Börn þeirra eru Heba Karitas, f. 2000, Birgir Orri, f. 2004, og Valur Darri, f. 2012. Kærasta Birgis Orra er Álfrún Freyja Heiðarsdóttir.

Dóttir Hallgríms og Ingibjargar Sigurðardóttur er Sólveig, f. 28. mars 1960. Sambýlismaður hennar er Birgir Þór Jónsson. Sonur Sólveigar er Unnar Þór Sæmundsson. Börn hans eru Sólveig Magnea, Birgir Ágúst, Birna og Anna Bára.

Foreldrar Hallgríms fluttust með son sinn eins árs gamlan til Akureyrar og hann ólst upp á Oddeyri. Hallgrímur gekk í Barnaskóla Akureyrar og leiðin lá síðan í Iðnskólann á Akureyri þar sem hann nam skipasmíðar. Hann starfaði við iðn sína í nokkur ár í Slippstöðinni á Akureyri en varð síðan hægri hönd föður síns við stjórn fyrirtækisins liðlega tvítugur. Skapti Áskelsson var einn stofnenda Slippstöðvarinnar 1952 og framkvæmdastjóri í tæpa tvo áratugi.

Árið 1971 stofnuðu Hallgrímur og fimm vinnufélagar hans úr Slippstöðinni Bátasmiðjuna Vör. Þar vann Hallgrímur fyrstu árin við smíðar á daginn en sinnti skrifstofustörfum á kvöldin en hann var framkvæmdastjóri Varar allan starfstíma bátasmiðjunnar.

Hallgrímur stofnaði byggingavöruverslunina Skapta ásamt föður sínum og mági snemma á áttunda áratugnum. Þá var hann einn af stofnendum verktakafyrirtækisins Norðurverks árið 1967 og sat lengi í stjórn félagsins.

Frá árinu 1995 sinnti Hallgrímur ýmsum störfum, tók m.a. að sér verkstjórn, eftirlit með framkvæmdum og ráðgjöf. Hann hætti fastri vinnu um sjötugsaldurinn en þá var heilsan fyrir löngu farin að bila. Hallgrímur glímdi lengi við nýrnasjúkdóm og var að auki hjartasjúklingur.

Hallgrímur lét mikið að sér kveða í félagsmálum. Hann starfaði til dæmis lengi ötullega fyrir Íþróttafélagið Þór og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1992. Hann starfaði fyrir Framsóknarflokkinn á árum áður og sat m.a. í nefndum og ráðum Akureyrarbæjar fyrir hönd flokksins. Þá var hann lengi í stjórn Félags dráttarbrauta- og skipasmiða.

Árið 1965 gekk Hallgrímur í Frímúrararegluna á Akureyri og þar var hann valinn til forystu frímúrarabræðra.

Útför Hallgríms fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 11. október, klukkan 13.00. Streymt verður frá athöfninni á Facebook síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Smellið hér til að horfa.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01