Fara í efni
Minningargreinar

Hallgrímur Skaptason

Til afa Halla.

Þó við fáum ekki lengur að hafa þig hér, þá mun allt sem þú hefur okkur kennt, öll þín ást og umhyggja búa með okkur að eilífu.

Umburðalyndið, þrjóskan og öll viskan sem þú barst með þér, lifir enn hjá okkur.

Ekki má gleyma stríðninni þinni, og hvernig þú passaðir að stríða okkur barnabörnunum við hvert tækifæri svo sem þegar þú passaðir alltaf að bjóða okkur að gista í sturtubotninum hjá ykkur ömmu ef að við vorum að fara í ferðalag, eða þegar þú borðaðir ógirnilegustu samsetningar af mat sem við gátum ímyndað okkur, sérstaklega þegar þú smurðir kæfu ofan á sítrónukökuna hennar ömmu.

Þú passaðir svo vel upp á okkur, þér þótti svo ótrúlega vænt um að öllum liði vel. Manni leið alltaf vel hjá ykkur ömmu.

Við gátum alltaf farið til þín, til ykkar, og er það örugglega það sem við munum sakna mest, að geta ekki lengur farið til ömmu og afa í Hamratúni.

Það er erfitt, varla hægt að kveðja, en til þinna orða munum við hugsa, eins og þú sjálfur sagðir þá ertu á betri stað.

Núna ert þú kominn til ömmu og vitum við að þið munið vaka yfir okkur og passa, því það var það sem þið gerðuð þegar þið voru hérna hjá okkur.

Heba Karítas, Birgir Orri & Valur Darri.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00