Fara í efni
Minningargreinar

Hallgrímur Skaptason

Kær vinur og félagi til margra ára er nú kvaddur hinstu kveðju. Ótal samverustundir renna í gegnum hugann og ljúft viðmót hans geymist í minningunni. Hann var mikill hugsjónamaður í hverju því verkefni sem hann tók að sér hvort sem það var í rekstri fyrirtækja, stuðningi við íþróttahreyfinguna eða þátttöku í starfi Frímúrarareglunnar. Hann var einstaklega ljúfur maður og mátti hvergi vamm sitt vita. Hann var óbrigðull vinur vina sinna og vinátta við hann og samvistir með honum bættu hvern mann. Slíkir mannkostir leiddu snemma til þess að hann var fenginn til þátttöku og forustu á ýmsum sviðum bæði í atvinnulífi og í félagsmálum. Hann var bæði skipasmiður og framkvæmdastjóri auk þess að vera afar öflugur þátttakandi í félagsmálum af ýmsu tagi.

Hallgrímur var gerður að heiðursfélaga í Íþróttafélaginu Þór á vígsludegi Hamars 6. júní 1992, sem viðurkenningu á starfi hans í þágu félagsins, en slíkt hljóta aðeins þeir sem hafa starfað fyrir félagið í áratugi. Hallgrímur gekk í Frímúrararegluna árið 1965. Vingjarnleg leiðsögn hans og forusta var aðdáunarverð og hafði afar góð áhrif á okkur frímúrarabræður. Síðasta verkið sem hann tók sér fyrir hendur í þágu Reglunnar var að taka fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við Frímúrarahúsið við Gilsbakkaveg 15, á Akureyri þann 14. maí 2021. Í orðum sínum við þá athöfn hvatti hann okkur til að taka höndum saman við verkið og að minnast þess nú og ætíð að við bærum sameiginlega ábyrgði á því hvernig störfin verða framkvæmd. Þetta var það leiðarljós sem hann fylgdi í öllum sínum störfum, auk virðingar hans fyrir mannrækt og mannúð. Við hlið hans við þessa athöfn stóð eiginkona hans Heba Ásgrímsdóttir, sem lést í nóvember 2021. Þannig minnumst við þeirra hjóna og samheldni þeirra. Þessi athöfn var á þann hátt táknræn gagnvart Hallgrími að við það verk sem hann tók þátt í að móta í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, að stækka húsnæðið, var hann nú að taka þátt í bættu aðgengi. Vöxtur og velgengni Reglunnar var honum mikið kappsmál og er mikið þakklæti í hug allra sem til starfa hans þekktu.

Hallgrímur hafði átt við veikindi að stríða til margra ára og þurfti því að treysta á tæknibúnað sjúkrahússins oft í viku hverri. Þessu mætti hann af æðruleysi, en varð fyrir áfalli í sumar, sem reyndi mjög á hann.

Við söknum nú vinar í raun og þökkum ljúfa samfylgd í gegnum árin og kveðjum góðan félaga með virðingu.

Við vottum fjölskyldunni einlæga samúð.

Sigurður J. Sigurðsson
Úlfar Hauksson

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00