Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir – lífshlaupið
Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir fæddist á Akureyri 31. mars 1959. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Reykjavík 15. desember 2023. Foreldrar hennar voru Jónheiður Eva Aðalsteinsdóttir, f. 26. apríl 1929, d. 2018, og Sigurgeir Sigurpálsson, f. 12. júlí 1929, d. 2012.
Hún var næstyngst í hópi sjö systkina, hin voru: Aðalsteinn, f. 1949, Indíana, f. 1950, d. 1950, Páll, f. 1952, Hanna Indíana, f. 1954, Svanhildur, f. 1957, og Sigurgeir Heiðar, f. 1967.
Halla Sólveig kynntist ung eftirlifandi eiginmanni sínum, Val Knútssyni, f. 1. desember 1959, og giftist honum 4. júní 1982. Foreldrar hans: Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 1944, og Knútur Valmundsson, f. 1938, d. 2023.
Börn Höllu Sólveigar og Vals eru: 1) Elvar Knútur, f. 1979, maki Anna Margrét Eggertsdóttir, f. 1980, og eiga þau þrjá syni, Ara Steinar, Atla Hrafn og Kára. 2) Sigurgeir, f. 1984, maki Helga Helgadóttir, f. 1985, þau eiga tvær dætur, Sólveigu Katrínu og Steinunni Söru. 3) Ingibjörg Lind, f. 1987, maki Magnús Ágústsson, f. 1987, þau eiga tvo syni, Val Jóel og Ágúst Örn. 4) Sigrún Eva, f. 1999, maki Stefán Bjarki Tulinius, f. 1999.
Halla Sólveig ólst upp á Eyrinni og í Þorpinu á Akureyri í stórum systkinahópi og samheldinni fjölskyldu og átti heima þar alla tíð utan námsára Vals, en þá bjuggu þau í Reykjavík.
Hún lauk námi frá verslunardeild Gagnfræðaskólans á Akureyri sem var á þeim tíma samsvarandi prófi úr Verslunarskóla Íslands. Hún var bankastarfsmaður og starfaði lengst af í Íslandsbanka. Á sínum yngri árum æfði hún og keppti í handbolta fyrir Íþróttafélagið Þór og starfaði um árabil í stjórn Fimleikafélags Akureyrar.
Halla Sólveig verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 29. desember 2023, kl. 13.00.