Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Það er svo sann­ar­lega rétt, að morg­un­deg­in­um get­ur eng­inn gengið vís­um að.

Sum­ir eru tekn­ir frá okk­ur alltof snemma – í blóma lífs­ins, ein­mitt þegar þeir ætla að fara að njóta til fulls. Hvernig var hægt að ímynda sér að þú vær­ir á för­um? Maður trú­ir þessu bara ekki. Þú sem átt­ir svo margt eft­ir að gera, ferðast, hjóla og ganga með Vali þínum og fjöl­skyld­unni sem var þér svo kær. Þið voruð bara að skreppa suður, en þú átt­ir svo ekki aft­ur­kvæmt.

Hvernig er hægt að hugsa það til enda að eiga ekki eft­ir að sjá þig aft­ur, að heyra ekki; „er ein­hver þarna“, þegar þú gekkst inn á baklóðina hjá okk­ur og komst inn á pall­inn þangað sem við hjón­in sát­um á góðviðris­degi. „Lóðin er mjög fal­leg hjá ykk­ur núna,“ sagðir þú eft­ir að hafa gengið um, sett­ist svo og spjallaðir um alla heima og geima … „mig langaði bara að koma við og fá smá kaffi­sopa“, sast og spjallaðir í góða stund, svo ljúf og glöð. Og við hlóg­um sam­an öll þrjú. Ynd­is­leg­ar minn­ing­ar.

Það var ótrú­lega ánægju­legt að ferðast með ykk­ur, hvort sem var í sól­ar­ferðum og hjóla­ferðum er­lend­is eða hjól­hýsa­ferðum um Ísland. Þú varst ein­stak­ling­ur sem gam­an var að vera með hvar sem var, hlusta á þig segja frá, svo ein­læg og trú í þinni glaðværð og gríni. Og víst er hug­ur­inn und­ar­lega tóm­ur þegar aldrei heyr­ist aft­ur þessi róm­ur.

Og svo þessi um­hyggja sem um­lukti alla. Alltaf varstu að fylgj­ast með öðrum, hvernig þeir hefðu það, hvort eitt­hvað væri hægt að gera, eða að leiðbeina manni til betri veg­ar, meira ör­ygg­is, betri heilsu. Þú varst ein­stak­ling­ur sem gerðir aðra að betri mann­eskj­um með nær­veru þinni og við hin erum rík­ari fyr­ir vikið.

Þú varst ekki orðin tíu ára þegar ég kynnt­ist þér fyrst. Ég er óend­an­lega þakk­lát fyr­ir að hafa fengið að verða þér sam­ferða þenn­an spöl á lífs­ins vegi elsku Solla mín – en nú get ég því miður ekki leng­ur sagt þér það aug­liti til aug­lit­is eins og áður, sagt þér hvað mér þótti und­ur vænt um þig. Þetta er skarð sem erfitt verður að fylla, svo mikið er víst. En lífið held­ur áfram og við verðum að lifa með þess­um sára missi.

Elsku Val­ur, Elv­ar Knút­ur, Sig­ur­geir, Ingi­björg Lind, Sigrún Eva og fjöl­skyld­ur ykk­ar, inni­leg­ar samúðarkveðjur til ykk­ar allra. Megi all­ar góðar vætt­ir vernda ykk­ur og styrkja í því erfiða verk­efni sem fram und­an er.

Takk fyr­ir allt sem þú varst mér og mín­um elsku Solla mín.

Aðal­björg María (Adda)

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01