Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Lífið er ekki alltaf sann­gjarnt. Með sorg í hjarta kveð ég elsku hjart­ans fal­legu syst­ur mína. Solla var ekki bara syst­ir mín, hún var líka mín besta vin­kona. Við vor­um mjög nán­ar og á milli okk­ar var órjúf­an­leg­ur streng­ur.

Það er erfitt að koma því í orð hvernig teng­ing­in var milli okk­ar systra. Ég fann á mér þegar hún ætlaði að hringja og öf­ugt og þegar við hugsuðum hvor til annarr­ar. Það var eins og þessi teng­ing styrkt­ist bara með ár­un­um.

Það er margs að minn­ast en við leiðarlok er mér efst í huga þakk­læti fyr­ir allt sem Solla var mér og gaf mér. Hún var góðhjörtuð, fynd­in, hjálp­söm og gjaf­mild. Heil í gegn. Það er ekki sjálf­gefið að hafa fengið að verða sam­ferða henni í gegn­um lífið.

Solla var alltaf til staðar fyr­ir fólkið sitt og hélt í hönd­ina á mér í gegn­um erfiða tíma. En við sem eft­ir sitj­um hugg­um okk­ur við minn­ing­arn­ar og góðu stund­irn­ar sem við átt­um með henni. Sam­veru­stund­irn­ar hjá mömmu og pabba í Hraun­gerði það sem við fjöl­skyld­an kom­um sam­an, hlát­ur­inn og grínið.

Val­ur og Solla eiga eitt það fal­leg­asta sam­band sem ég þekki til. Börn­in þeirra fjög­ur bera þess merki að vera alin upp á góðu og ást­ríku heim­ili enda öll sér­lega vel gerð.

Ég á eft­ir að sakna elsku syst­ur minn­ar óend­an­lega mikið. Þetta er nokkuð sund­ur­leit minn­ing­ar­grein en ætli hún end­ur­spegli ekki huga manns þessa dag­ana.

Elsku Val­ur, Elv­ar Knút­ur, Sig­ur­geir, Inga Lind og Sigrún Eva, megi Guð veita ykk­ur styrk og vaka yfir ykk­ur. Solla okk­ar verður alltaf með okk­ur.

En samt er hún þarna,
hljóðlát bak viðstjörnuþok­urn­arOg þarf ekkiað láta sannatil­vist sína

(Gyrðir Elías­son)

Þín syst­ir,

Svan­hild­ur Sig­ur­geirs­dótt­ir

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00