Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Elsku mamma var ein­stök. Hún var hlý, bros­mild og gaf mikið af sér. Ekki aðeins gagn­vart okk­ur systkin­un­um held­ur öllu henn­ar sam­ferðafólki. Henn­ar verður saknað meira en orð fá lýst. Það er okk­ur óskilj­an­legt að mamma hafi þurft að kveðja. Við trú­um því varla ennþá og er sorg­in yfirþyrm­andi og söknuður­inn mik­ill. Hug­ur okk­ar leit­ar ósjálfrátt til mömmu í hvers­deg­in­um því það er svo ótal margt sem minn­ir okk­ur á hana, ekki síst nú í des­em­ber. Þrátt fyr­ir að hafa alltaf haft mikið fyr­ir stafni þá naut hún jól­anna því það var tími sem fjöl­skyld­an kom sam­an. Tími þar sem við gerðum hlé á ati hvers­dags­ins og nut­um sam­vista hvert við annað. Fjöl­skyld­an var mömmu nefni­lega allt og við höf­um verið þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að vera sam­held­in og náin. Það er ekki síst mömmu að þakka því hjá henni var fjöl­skyld­an alltaf í for­grunni. Hún var okk­ur öll­um fyr­ir­mynd fyr­ir það eitt að hafa verið eins og hún var. Um­hyggju­söm mamma og amma sem gerði allt fyr­ir börn­in sín og barna­börn.

Við minn­umst mömmu okk­ar sem var ham­ingju­söm og ást­fang­in. Sam­band mömmu og pabba hef­ur alla tíð verið ein­stakt. Mamma og pabbi voru búin að vera sam­an í næst­um hálfa öld eða síðan þau voru ung­ling­ar. Alltaf jafn ham­ingju­söm, alltaf jafn ást­fang­in. Það virt­ist ekk­ert sjálf­sagðara en að þau ættu eft­ir önn­ur 50 ár sam­an. Svo verður því miður ekki. En þau 50 ár sem mamma og pabbi áttu sam­an ein­kennd­ust af ást og ham­ingju enda ræktuðu þau sam­bandið af mik­illi alúð. Það er ekki sjálfsagt að vera ham­ingju­sam­ur og ást­fang­inn í hálfa öld. Þau ferðuðust víða inn­an­lands og er­lend­is með fjöl­skyldu og vin­um og sinntu áhuga­mál­um. Þau kunnu að lifa líf­inu og nutu hvers ein­asta dags sam­an.

Brott­hvarf mömmu mun ekki draga úr sam­veru fjöl­skyld­unn­ar held­ur þvert á móti. Við höf­um aldrei þurft jafn mikið hvert á öðru að halda og ein­mitt núna. Við höf­um hvert annað og það er ekki síst fyr­ir til­stilli mömmu. Mamma lagði mikið upp úr sam­veru með fólk­inu sínu og mik­il­vægi þess að treysta fjöl­skyldu­bönd­in. Það mun­um við gera. En það eru tíma­mót hjá okk­ur öll­um, því miður. Mamma hef­ur ávallt verið svo stór hluti af okk­ar lífi. Við get­um enn sem komið er ekki fylli­lega gert okk­ur grein fyr­ir því sem koma skal. Hvernig hvers­dag­ur­inn verður án þess að geta leitað til mömmu. Eins erfitt og það er að horfa fram á veg­inn, vit­andi að mamma verður ekki með okk­ur í raun­heim­um, þá veit­ir það ákveðna hugg­un að hugsa til baka. Það er erfitt að vera þakk­lát­ur akkúrat núna þegar mamma er ný­lega fall­in frá, en við ger­um okk­ur grein fyr­ir því hve lán­söm við erum fyr­ir að hafa átt ein­staka móður. Elsku pabbi er sömu­leiðis lán­sam­ur að hafa átt ein­stak­an lífs­föru­naut í mömmu. Við ætl­um að vera þakk­lát fyr­ir það, þó okk­ur finn­ist ósann­gjarnt og sárt að mamma sé far­in. Elsku mamma, við sökn­um þín. Þú verður alltaf hjá okk­ur.

Elv­ar Knút­ur, Sig­ur­geir, Inga Lind og Sigrún Eva.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00