Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Við kveðjum í dag fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­laga og góðan fé­laga, hana Höllu Sól­veigu eða Sollu eins og hún var alltaf kölluð.

Solla starfaði hjá Íslands­banka í hart­nær 40 ár, en hún hóf fyrst störf hjá Útvegs­bank­an­um árið 1978.

Viðskipta­vin­ir Sollu vildu eng­an hitta nema hana enda var hún með ein­staka þjón­ustu­lund og tók öll­um vel og með já­kvæðu viðmóti. Það að hún fékk mest af heima­föndruðum gjöf­um frá viðskipta­vin­um seg­ir allt sem segja þarf.

Skipu­lag og sam­visku­semi ein­kenndi störf Sollu hjá bank­an­um og hún tók ávallt virk­an þátt í fé­lags­starfi starfs­manna. Solla hafði góðan húm­or og var einkar góður per­sónu­leiki. Hún læt­ur eft­ir sig mikið ríki­dæmi í börn­un­um sín­um og barna­börn­um, en Solla var mik­il fjöl­skyldu­kona og undi sér best með sínu fólki.

Við erum þakk­lát fyr­ir að hafa fengið að kynn­ast Sollu og starfa með henni og send­um Val og fjöl­skyld­unni okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

Fyr­ir hönd sam­starfs­fé­laga í úti­búi Íslands­banka á Ak­ur­eyri,

Jón Birg­ir Guðmunds­son og Ólöf Heiða Óskars­dótt­ir

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00