Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Ég trúi því ekki að ég sé að reyna að skrifa minn­ing­ar­grein um þig á þess­um tíma­punkti, elsku frænka og vin­kona, það var erfitt sím­talið sem ég fékk um að þú vær­ir lát­in eft­ir svona stutt veik­indi. Ég sit og hugsa um þig og vil ekki og get ekki trúað því að þetta sé í raun­veru­legt.

Við vor­um mjög nán­ar alla okk­ar æsku sam­an í bekk, fyrst í Odd­eyr­ar­skóla, síðan Gler­ár­skóla og út­skrifuðumst að lok­um sem gagn­fræðing­ar úr gagg­an­um. Við fermd­umst sam­an og fór­um í úti­leg­ur, það var svo gam­an að vera ung­ling­ur og leika sér.

Eft­ir skóla­göngu okk­ar minnkuðu sam­veru­stund­irn­ar en alltaf heyrðum við hvor í ann­arri þótt stund­um liði alltof langt á milli. Í veik­ind­um mín­um fyr­ir nokkr­um árum sýnd­ir þú mér svo mikla um­hyggju, hringd­ir og tékkaðir á mér og hvatt­ir mig áfram með já­kvæðni, þessi sím­töl og spjallið okk­ar er mér svo dýr­mætt.

Fyr­ir um tveim­ur árum send­ir þú mér svo fal­lega mynd af okk­ur sam­an þar sem við erum ca. tíu ára gaml­ar og skrifaðir með að þú hefðir verið að fletta í göml­um mynd­um frá mömmu þinni og fundið þessa flottu mynd af okk­ur vin­kon­un­um og frænk­um og þér þætti svo vænt um hana og já þessa mynd er ég búin að skoða aft­ur og aft­ur síðustu daga, og já, hún er ynd­is­leg.

Þegar við sett­umst niður yfir kaffi­bolla var alltaf eins og við hefðum hist í gær höfðum svo mikið að tala um og gleymd­um tím­an­um. Svo dá­sam­leg­ar stund­ir sem hefðu mátt vera svo miklu fleiri. En við höld­um alltaf að við höf­um næg­an tíma og ætl­um að gera hlut­ina seinna.

Elsku Solla, takk fyr­ir heim­sókn­ina núna í nóv­em­ber, dá­sam­legt kvöld og mikið spjallað, rædd­um um fjöl­skyld­una, börn­in okk­ar og barna­börn. Þú kvadd­ir með því að segja nú yrðum við að fara að vera með ár­gangs­hitt­inga að minnsta kosti á fimm ára fresti, því við vit­um aldrei hvenær okk­ar síðasti ár­gangs­hitt­ing­ur er þar sem við erum far­in að eld­ast.

Elsku Val­ur, Elv­ar Knút­ur, Sig­ur­geir, Inga Lind, Sigrún Eva og fjöl­skyld­ur. Miss­ir ykk­ar er mik­ill og megi all­ir engl­ar vaka yfir ykk­ur Takk fyr­ir allt elsku frænka og vin­kona þín verður sárt saknað.

Helga Ey­munds­dótt­ir

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00