Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Elsku Solla.

Fal­lega, ljúfa og hæg­láta Solla sem vildi öll­um svo vel og hugsaði svo ein­stak­lega fal­lega um stóru fjöl­skyld­una sína.

Ég var ekki byrjuð í skóla þegar ég flutti í Steina­hlíðina og við Inga Lind urðum bestu vin­kon­ur. Ég varð fljótt dag­leg­ur gest­ur á heim­ili Sollu og Vals. Gest­ur er í raun alls ekki rétt orð því ég varð strax hluti af fjöl­skyldu þeirra. Þeirra heim­ili varð mitt annað heim­ili og þau mín­ir aðrir for­eldr­ar. Alltaf stóðu dyrn­ar opn­ar fyr­ir mér og gera það enn í dag.

Mér er svo sér­stak­lega minn­is­stætt þegar Sigrún Eva fædd­ist. Við vin­kon­ur vor­um á tólfta ári og óskaði ég þess heitt að eign­ast líka lítið systkini. Þegar komið var með Sigrúnu Evu heim af fæðing­ar­deild­inni sagði Solla við mig að ég mætti eiga hana með þeim, ég mætti eiga litlu tána henn­ar. Svona var Solla, alltaf að hugsa um aðra. Þessi minn­ing ylj­ar.

Þrátt fyr­ir að hafa hitt Sollu og Val sjaldn­ar síðustu ár þá veit ég að þau fylgd­ust alltaf vel með mér og mín­um úr fjarska. Það var alltaf gott að hitta þau og fá inni­legt Sollu­knús. Ég mun sakna þess.

Miss­ir okk­ar allra sem þekkt­um Sollu er mik­ill. Mest­ur þó Vals, barna og barna­barna henn­ar.

Elsku Solla, takk fyr­ir allt.

Ég mun passa Ingu Lind og strák­ana fyr­ir þig.

Þín,

Krist­ín Hólm

Kristján Gunnarsson

Rúnar Ingi Kristjánsson skrifar
08. apríl 2025 | kl. 06:00

Kristján Gunnarsson – lífshlaupið

08. apríl 2025 | kl. 06:00

Sigurður Bjarklind

Sonja Sif Jóhannsdóttir skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 12:35

Sigurður Bjarklind

Jón Már Héðinsson skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 10:00

Sigurður Bjarklind – lífshlaupið

24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind

Jan Eric Jessen skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 08:00