Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Ég kynnt­ist Sollu minni sum­arið eft­ir að við kláruðum grunn­skól­ann. Við urðum strax náin og fljótt kom í ljós að við átt­um mjög vel sam­an, vor­um lík en um leið ólík og bætt­um hvort annað upp. Áhuga­mál­in voru sam­eig­in­leg, hand­bolt­inn, úti­vist og ís­lensk nátt­úra. Við ferðuðumst um landið um leið og hún fékk bíl­próf, úti­leg­ur í Vagla­skógi tvö sam­an, því við vor­um hvort öðru nóg. Á þess­um árum lögðum við grunn að ævi­löngu sam­bandi, fal­legu, ynd­is­legu og ást­ríku.

Þegar ég horfi til baka yfir þau 50 ár sem eru liðin er mér efst í huga þakk­læti fyr­ir að fá að deila æv­inni með jafn ynd­is­leg­um vini og hún er. Hún gaf mér lífið og fékk mig til að sjá það góða og fal­lega við að lifa í nú­inu.

Hún lifði fyr­ir fjöl­skyld­una. Elv­ar Knút­ur fædd­ist viku eft­ir út­skrift mína frá MA en þá höfðum við stofnað okk­ar fyrsta heim­ili. Eft­ir að hafa flust til Reykja­vík­ur og búið þar í fjög­ur ár kom Sig­ur­geir. Solla mín vann þann tíma hjá Útvegs­bank­an­um og sá okk­ur far­borða, eins og alltaf. Ak­ur­eyri togaði í okk­ur, við feng­um bæði góð at­vinnu­til­boð fyr­ir norðan og við flutt­um aft­ur heim. Þar var fjöl­skyld­an og þar vild­um við vera. Inga Lind fædd­ist næst og við vor­um fimm sam­an í 12 ár, eða þar til sól­ar­geisl­inn okk­ar Sigrún Eva kom í heim­inn. Því­lík gleði og því­lík ást og um­hyggja sem mamma Solla veitti okk­ur, ást­ríkt heim­ili með röð og reglu þar sem öll fengu að njóta sín.

Við höfðum bæði beðið dá­lítið eft­ir barna­börn­un­um en þegar þau komu blómstraði amma Solla í nýju hlut­verki og þau upp­lifðu þessa ein­stöku ástúð, vænt­umþykju og hlýju sem amma veitti. Að koma í Sunnu­hlíðina til ömmu, fá að skríða upp í ömmu holu að morgni dags, að leika með allt dótið úr geymsl­unni og fá ís og nammi. Svo var farið í úti­leg­ur með ömmu og afa í hjól­hýs­inu. Allt þetta og meira til var ein­stök upp­lif­un sem þau munu minn­ast um alla tíð.

Solla mín elskaði að ferðast. Í seinni tíð höf­um við notið þess að ferðast vítt og breitt um landið sem og heim­inn. Langoft­ast tvö sam­an, séð fram­andi slóðir og upp­lifað fram­andi menn­ingu. Hjóla­ferðirn­ar með frá­bær­um vin­um gáfu ein­stak­ar ánægju­stund­ir.

Ég þakka þó mest fyr­ir gæðastund­irn­ar sem við átt­um heima í Sunnu­hlíð. Sitj­andi sam­an á su­mar­kvöldi úti á svöl­um, njóta veður­blíðu, við stofu­glugg­ann á vetr­ar­kvöld­um og dást að bæn­um okk­ar, Vaðlaheiðinni og stjörn­un­um. Hæst skora þó morg­un­stund­irn­ar, að elda graut­inn og leggja á borðið. Setj­ast svo á rúm­stokk­inn, vekja þig með kossi og bjóða þér góðan dag og segja þér hvað ég elska þig; graut­ur­inn er til­bú­inn.

Ég sá kveðju­stund­ina eng­an veg­inn fyr­ir á þess­um tíma­punkti. Amma í blóma lífs­ins, ynd­is­leg og allt í senn blíðlynd, glaðlynd og góðviljuð gagn­vart öll­um sem á vegi henn­ar urðu. Takk fyr­ir að vera þú og fyr­ir allt sem þú gafst mér og okk­ar ynd­is­legu fjöl­skyldu. Elsk­um þig að ei­lífu … því eins og seg­ir í ástar­ljóði Jónas­ar, Ferðalok­um:

Háa skil­ur hnetti
him­in­geim­ur,
blað skil­ur bakka og egg;
en anda sem unn­ast
fær al­dregi
ei­lífð að skilið.

Ástarkveðja,

þinn

Val­ur.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01