Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Það er sárt og erfitt að sætta sig við að skarð hafi verið höggvið í fjölskylduna okkar. Að við systkinin séum nú fimm en ekki sex. Að yngsta systir mín hún Solla sé ekki lengur til staðar við hlið Vals fyrir börnin sín og barnabörn.

Við yljum okkur við minningar um Sollu systur, þessa glaðlyndu og hlýju konu með smitandi hláturinn. Solla tók á móti öllum sínum viðskiptavinum í bankanum með hlýja einlæga brosinu sínu og lét sig raunverulega varða um stöðu og líðan fólks. Í seinni tíð höfum við heyrt af fólki sem spurði sig hvað það ætti nú til bragðs að taka þegar Solla lét af störfum í bankanum. Við sem næst stóðum Sollu vitum líka hversu einstök hún var, hugsaði ávallt vel um sína og gaf frá sér hlýju og ást. Við eigum eftir að sakna þess að kíkja í kaffi og spjalla um heima og geima og njóta hlaðborðsins sem Solla töfraði fram á svipstundu.

Solla og Valur hafa alltaf sett fjölskylduna í fyrsta sæti og eftir stendur samheldin og vel gerð fjölskylda sem á Sollu svo margt að þakka. Ástríkt og samheldið hjónaband hennar og Vals duldist engum sem þau þekktu, enda væntumþykjan og virðingin gagnvart hvoru öðru aðdáunarverð.

Börn og barnabörn þurfa góðar fyrirmyndir og óhætt er að segja að Solla og Valur hafi skorað hátt á því prófinu. Útivist og hreyfing var þeirra líf og yndi og oftar en ekki sá maður hjónakornin gangandi eða hjólandi geislandi af heilbrigði og hamingju. Það gerir manni kannski enn erfiðara fyrir að sætta sig við að veikindi verði að lokum svo stór áhrifavaldur í þeirra lífi.

Elsku Solla systir, við söknum þín meira en orð fá lýst. Kæru Valur, Elvar Knútur, Sigurgeir, Inga Lind, Sigrún Eva og fjölskyldur megi Guð vera með ykkur á erfiðum tímum, missir ykkar er mikill.

Steini bróðir og Anna Gréta.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01