Fara í efni
Minningargreinar

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Hann var í miðjum systkinahópnum, lét oftast ekki mikið fyrir sér fara, blés ekki í eigin lúðra, talaði ekki hátt, en hafði margt fram að færa. Alltaf tilbúinn að hlusta, hjálpa og ráðleggja. Ekki skipti máli hvort beðið var um hjálp til að byggja snjóhús eða heimalærdóm.

Gunni kynnti okkur fyrir fínum vínum, gömlu koníaki og vel vöfðum vindlum. Síðar gerðist hann grænmetisæta, þar gilti það sama. Hann var með fróðleik á reiðum höndum, en ýtti aldrei sínum skoðunum eða lífsháttum að neinum eða predikaði.

Störfum sem hann tók að sér, launuðum jafnt sem ólaunuðum, sinnti hann af kostgæfni og samviskusemi.

Flestir muna líklega eftir honum sem Gunna í Háinu. Þar stóð hann bak við barborðið allar helgar og flesta virka daga og fór ekki í manngreinarálit þó að óskir einstaka viðskiptavina hafi honum þótt skrýtnar. Hann gætti hagsmuna eigenda jafnt sem starfsfólks, enda taldi hann þá oftast fara saman, markmiðið að þjóna viðskiptavinunum sem allra best.

Síðar var hann næturvörður á Hótel KEA og þar eins og áður voru einkunnarorð hans þagmælska og þjónusta.

Gunni hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir mannkynssögu og andlegum málefnum. Hann las mikið og var fróður um hvorutveggja. Ferðalög hans til Egyptalands og Parísar voru honum kærkomið tækifæri til að sinna þessum áhugamálum og svöluðu söguþorsta hans. Þegar heim var komið hafði hann frá mörgu að segja.

Seinni part ævi hans fór mikið af frítíma hans í andleg málefni og starf hans í Sam Frímúrarareglunni veitti honum mikla ánægju og lífsfyllingu.

Síðustu æviárin háði hann baráttu sem bauð ekki upp á sigur, heldur eingöngu að hörfa undan. Eins og svo oft áður var það hægt og hljótt og engin uppgjöf fyrr en endirinn blasti við.

En minningin um góðan bróður og vin lifir og yljar.

Systkinin

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00