Fara í efni
Minningargreinar

Guðmundur Tulinius – lífshlaupið

Guðmundur Þórarinn Tulinius fæddist á Akureyri 19. ágúst 1943. Hann lést í Berlín 23. janúar 2024.

Foreldrar hans voru Carl Daníel Tulinius, f. 12. mars 1905 á Akureyri, d. 25. nóvember 1968, og kona hans Halla Tulinius (f. Guðmundsdóttir) húsmóðir, f. 17. október 1914 að Næfranesi í Dýrafirði, d. 21. september 1999.

Þann 19. maí 1972 kvæntist hann Elke Wilhelmine Hansen, f. 8. október 1942 í fríríkinu Danzig (nú Gedansk), d. 22. júní 2017. Foreldrar hennar voru Johannes Hansen, skipaverkfræðingur og prófessor við Tækniháskólann í Danzig, síðar prófessor við Tækniháskólann í Hannover og Háskólann í Hamborg, f. 9. maí 1902 í Hamborg, d. 1980, og kona hans Annemarie Hansen (f. Arkenau) húsmóðir, f. 4. nóvember 1917 í Fedderwarden/Wilhelmshaven, d. 1995. Börn Guðmundar og Elke eru: 1) Markús, f. 5. júní 1973, maki Antje Kitzmann-Tulinius, f. 19. ágúst 1976, börn þeirra eru Paul Jóhan, f. 2012, og Anna Carla, f. 2013. Þau búa í Münsterdorf í Norður-Þýskalandi. 2) Tómas, f. 5. júní 1973, maki Kristina Tulinius (f. Beyer), f. 2. september 1982. Börn þeirra eru Arne Fritz, f. 2013, Edda Finn, f. 2014, og Gylva Elke, f. 2019. Þau búa í Berlín. 3) Kristófer, f. 6. maí 1976, ókvæntur, býr í Leipzig.

Guðmundur lagði stund á skipaverkfræði fyrst við Tækniháskólann í Hannover og síðan við Háskólann í Hamborg og lauk diplómaprófi 1972. Að námi loknu starfaði Guðmundur við Institut für Schiffbau í Hamborg. Árið 1976 hóf hann störf við Slippstöð Akureyrar og árið 1980 lá leið fjölskyldunnar til Port Harcourt í Nígeríu. Árið 1983 var haldið á ný til Þýskalands og næstu árin starfaði Guðmundur sem skipaverkfræðingur og framkvæmdastjóri í Hamborg og Rostock-Warnemünde. Til Íslands kom hann aftur árið 2003 og starfaði fyrst sem framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar og síðar sem kennari í stærðfræði við Menntaskólann á Egilsstöðum. Guðmundur lauk námi sem leiðsögumaður og seinna meir lagði hann stund á heimskautarétt í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Frá 2003 til 2013 áttu þau hjón tvö heimili, í Wedel hjá Hamborg og á Akureyri, en frá 2013 bjuggu þau alfarið á Akureyri.

Jarðarförin fór fram í Höfðakapellu á Akureyri 22. mars.

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01