Fara í efni
Minningargreinar

Gísli Jónsson

Í dag kveðjum við kær­an vin okk­ar, Gísla Jóns­son, sem ný­lega er lát­inn. Höf­um átt sam­leið með hon­um í tugi ára og hef­ur hún bæði verið sér­stök og lær­dóms­rík. Þar rísa sjálfsagt hæst ein­stök bönd sem tengt hafa okk­ur sam­an á nær hverj­um degi vik­unn­ar í gegn­um árin og orðið hafa að föst­um lið í til­ver­unni. Þá er átt við það að við bund­um það fast­mæl­um að byrja dag­inn með því að hitt­ast, fá okk­ur kaffi­sopa og ræða lands­ins gagn og nauðsynj­ar. Við sem sitj­um þessa kaffifundi nú erum í raun arf­tak­ar þeirra, sem hófu þessa venju á fimmta ára­tug síðustu ald­ar þannig að ræt­urn­ar eru lang­ar og sterk­ar.

Gísli var bor­inn og barn­fædd­ur á Ak­ur­eyri 18. júní árið 1945 og bjó þar að und­an­skild­um fjór­um árum sem hann bjó og starfaði í Reykja­vík. Hingað kom­inn aft­ur tók hann við rekstri föður síns sem m.a. var Ferðaskrif­stofa Ak­ur­eyr­ar og Sér­leyf­is­bíl­ar Ak­ur­eyr­ar. Þá sýndi Gísli vel hvað í hon­um bjó, því hann efldi þann rekst­ur og færði út kví­arn­ar á hinum ýmsu sviðum. Má þar sér­stak­lega nefna Happ­drætti Há­skóla Íslands, en einnig umboð fyr­ir Heims­ferðir, Trygg­inga­miðstöðina og Happ­drætti DAS. Gekk allt þetta með mikl­um sóma enda var hann góður stjórn­andi og sýndi já­kvætt viðmót í öll­um sam­skipt­um og heiðarleika. Gísli dró sig út úr þess­um rekstri árið 2008 fyrst og fremst vegna veik­inda.

Í veik­ind­un­um sýndi Gísli kjark. Frá upp­hafi gerði hann sér að fullu ljóst í hvað stefndi og tók hann því af miklu æðru­leysi. Hann kvartaði aldrei. Ekki bætti held­ur úr skák að hans ynd­is­lega eig­in­kona, Þór­unn Kol­beins­dótt­ir, var einnig hald­in ólækn­andi sjúk­dómi og lést hún á síðasta ári.

Eins og áður seg­ir höf­um við fé­lag­arn­ir átt langa og góða sam­ferð um ára­bil.

Fyr­ir þetta erum við þakk­lát­ir. Með þess­um orðum þökk­um við Gísla fyr­ir allt sem hann lagði með sér og hvernig hann lífgaði upp á mann­skap­inn með sinni nær­veru. Mun hans verða sárt saknað.

Um leið og við biðjum Gísla Guðs bless­un­ar send­um við fjöl­skyldu hans og ást­vin­um inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Birg­ir Björn Svavars­son
Gísli Bragi Hjart­ar­son
Gunn­ar Ragn­ars
Hall­grím­ur Ara­son
Her­mann Har­alds­son
Sig­urður Jó­hann­es­son
Vil­helm Ágústs­son
Þórarinn B. Jónsson

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00