Fara í efni
Minningargreinar

Gísli Jónsson

Nú hef­ur bróðir minn lokið sínu sjúk­dóms­ferli, sem búið var að vera langt og strangt. Hvorki bar þó á ör­vænt­ingu né sýndi bróðir minn neina sjálfs­vorkunn all­an þann tíma sem hon­um hrakaði og mátt­ur­inn þvarr. Sjón­in fylgdi fast á eft­ir magn­leys­inu með sjón­leysi sínu, mis­kunn­ar­laust.

Gísli átti ekki skilið annað en það besta og eins og hann óskaði öðrum velfarnaðar hefði verið allt í lagi að hann fengi gott ævikvöld. En eigi má sköp­um renna. Alla tíð var minni hans gott og hann fylgd­ist með bæj­ar­mál­um síns heima­bæj­ar. Hann lifði í nú­vit­und.

Stóri bróðir var mér um margt mik­il fyr­ir­mynd og reyndi að ganga á und­an með góðu for­dæmi. Mér tókst nú ekki alltaf að fylgja hans for­dæmi, ég varð ekki faðir fyrr en 21 árs, hann 19 ára. Fyrstu íbúðina sína eignaðist hann tví­tug­ur ég 27 ára. Fyrsta bíl­inn minn keypti ég af hon­um á vild­ar­kjör­um. Hann aðstoðaði mig í að feta þann stíg sem er mörg­um erfiður og marg­slung­inn. Gat­an ógreiða um fjár­mál var hans rétti vett­vang­ur og fyr­ir hans til­stilli keypt­um við Haddí okk­ar fyrstu íbúð. Fyrsta íbúðin var og er mik­ill þrösk­uld­ur ungu fólki enn í dag. Það eru ekki all­ir sem eiga Gísla fyr­ir bróður.

Gísli kynnt­ist konu sinni Þór­unni Kol­beins á Ak­ur­eyri það varð þess vald­andi að hann flutti suður þar sem hann vann við banka­störf. Þegar faðir okk­ar sem hafði staðið vakt­ina við sitt ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki um langt ára­bil vildi draga sam­an segl­in var Gísli reiðubú­inn að taka við kyndl­in­um. Hann kom norður og hélt áfram að reka fyr­ir­tæki föður okk­ar. Við vor­um sam­tím­is fyr­ir sunn­an um tíma og höfðum fetað veg­inn áfram sam­an fyr­ir norðan all­ar göt­ur frá 1976.

Gísli seldi ferðaskrif­stof­una og rútu­bíla og snéri sér að öðrum rekstri. Hann var einn af fyrstu mönn­um til að hljóta lög­gild­ingu á Ak­ur­eyri sem verðbréfamiðlari og sinnti því um ára­bil. Hann var hvers manns hug­ljúfi eins og hinn stóri og trúi vina­hóp­ur hans ber vitni um. Þeir voru dug­leg­ir að heim­sækja hann til síðasta dags. Þakka ber þeim öll­um fyr­ir þá vin­semd.

Við Haddí sjá­um nú á bak sæmd­ar­hjón­un­um Þór­unni og Gísla. Við send­um börn­um bróður míns og mágs og fjöl­skyld­um þeirra inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Eg­ill og Her­dís María (Haddí).

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00