Fara í efni
Minningargreinar

Eyjólfur Ágústsson – lífshlaupið

Eyjólfur Steinn Ágústsson fæddist á heimili foreldra sinna í Háteigi við Eyjafjarðarbraut 31. ágúst 1951. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 3. apríl 2022 eftir erfið veikindi.

Foreldrar hans voru Helga Jóhanna Ágústsdóttir, f. 15. maí 1912 í Bakkagerði í Desjarmýrarsókn, d. 28. nóvember 1996, og Ágúst Georg Steinsson, f. 5. desember 1912 á Fremri Fitjum, d. 21. desember 1998. Eyjólfur var yngstur í fimm bræðra hópi. Elstur er Baldur f. 13. febrúar 1933, d. 1. maí 2019, Vilhelm f. 30. október 1937, Birgir f. 10. október 1939 og Skúli f. 23. febrúar 1943.

Þann 4. febrúar 1984 giftist Eyjólfur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Sigurþórsdóttur, f. 17. mars 1955. Sigríður er dóttir hjónanna Hallveigar Ólafsdóttur f. 19. júlí 1929, d. 15. júní 2019 og Sigurþórs Sigurðssonar f. 18. desember 1926, d. 21. september 2009. Sonur Sigríðar og Eyjólfs er Sigurður Skúli Eyjólfsson f. 30. ágúst 1983, sambýliskona hans er Hulda Frímannsdóttir f. 1983. Börn Skúla og Huldu eru Manúela f. 2008, Birnir f. 2011 og Rúrik f. 2020.

Eyjólfur bjó alla tíð á Akureyri, fyrsta árið í Háteigi en árið 1952 flutti fjölskyldan í Ránargötu 10. Eyjólfur og Sigríður stofnuðu heimili að Reykjasíðu 3 og bjuggu þar í rúma fjóra áratugi en árið 2020 fluttu þau í Geirþrúðarhaga 2.

Eyjólfur hóf starfsferil sinn 17 ára gamall, árið 1968 hjá Prentsmiðju Odds Björnssonar og tók þar sveinspróf í prentiðn. Hann lauk námi í októberlok árið 1974. Eyjólfur starfaði við prentiðn þar til hann færði sig um set til bræðra sinna sem höfðu stofnað Höld árið 1974. Þar tók Eyjólfur árið 1979 að sér sölu nýrra bíla og sem bílasali á bílasölu Hölds starfaði hann óslitið til ársins 2019. Eyjólfur var bílaáhugamaður og átti marga fallega bíla í gegnum tíðina.

Eyjólfur var mikill íþróttamaður á yngri árum og spilaði knattspyrnu með KA og ÍBA. Hann varð bikarmeistari með ÍBA árið 1969 og spilaði meðal annars gestaleik á móti Manchester United þar sem hann skoraði eina mark KA í 1-7 tapi. Þegar takkaskórnir voru lagðir á hilluna tók golfið og veiðimennskan við og átti hug hans allan. Eyjólfur gekk í Frímúrararegluna árið 1982 og var mjög virkur í starfi hennar fyrstu árin.

Útför Eyjólfs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 13:00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00