Fara í efni
Minningargreinar

Eiríkur Bjarnar Stefánsson – lífshlaupið

Eiríkur Bjarnar Stefánsson fæddist á Akureyri 12. febrúar 1930. Hann lést laugardaginn 5. ágúst á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.

Foreldrar Eiríks voru hjónin Oddný Ingibjörg Eiríksdóttir og Stefán Vilmundarson. Bræður Eiríks eru Guðmundur Bjarnar og Páll Bjarnar.

Eiginkona Eiríks var Hólmfríður Þorláksdóttir, fædd 26. júlí 1921. Þau giftust í febrúar 1950. Hólmfríður lést 2. febrúar 2005.

Börn Eiríks og Hólmfríðar eru:

1) Ingibjörg, gift Sævari Gunnarssyni. Börn þeirra eru a) Sævar Þór Sævarsson, giftur Magneu Freyju Kristjánsdóttur, dætur þeirra eru Edda Sólborg og Íris Freyja, b) Þorgerður, sambýlismaður hennar er Þórólfur Sveinsson. Dóttir Þorgerðar er Andrea Björg Elmarsdóttir

2) Anna, gift Magnúsi Sigurðssyni. Synir Önnu eru a) Eiríkur Bjarnar Kjartansson, sambýliskona hans er Guna Kalma. Börn Eiríks eru Andrés Bjarnar og Anna María, b) Haukur Dór Kjartansson. Hann er kvæntur Erlu Jónsdóttur. Börn Hauks eru Anna Helena, Valentína Björk, Kató Birnir og Hilmar Thor.

3) Þorgerður Sigríður sem lést 1972.

4) Þorsteinn Stefán. Börn hans eru a) Davíð, sambýliskona hans er Angelica Lawino. Sonur Davíðs er Daníel Alex, b) Garðar, kona hans er Rannveig Sigurðardóttir, dóttir þeirra er Birta María, c) Ragna Dögg.

5) Reynir Bjarnar, kvæntur Rannveigu Kristinsdóttur. Börn þeirra eru a) Kristín Hólm, sem gift er Guðmundi Hermannssyni, dætur þeirra eru Rannveig Sara, Elín Harpa og Katrín Brynja, b) Ottó Hólm, sambýliskona hans er Sonja Geirsdóttir, börn þeirra eru Hólmfríður María, Andri Geir og Anna Röfn.

Eiríkur var húsasmíðameistari. Hann stofnaði og rak trésmíðaverkstæðið Þór ásamt Rafni Magnússyni um áratuga skeið en seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 1984.

Eiríkur söng mikið á lífsleiðinni og var frá 18 ára aldri í Karlakór Akureyrar. Síðar var hann í Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar um áraraðir og í Kór aldraðra á Akureyri í mörg ár frá stofnun. Í áratugi söng Eiríkur við jarðarfarir og þá söng hann með ýmsum söngvurum á skemmtunum um langan aldur.

Eiríkur var virkur í safnaðarstarfi Glerárkirkju. Hann var í byggingarnefnd kirkjunnar og byggingarstjóri hennar.

Útför Eiríks verður frá Glerárkirkju í dag kl. 13.00.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00