Fara í efni
Minningargreinar

Eiríkur Bjarnar Stefánsson

Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór.

Í dag, mánudaginn 21. ágúst verður Eiríkur Bjarnar Stefánsson jarðsunginn frá Glerárkirkju og hefst athöfnin klukkan 13.

Eiríkur Bjarnar Stefánsson, húsasmíðameistari og söngvari lést laugardaginn 5. ágúst á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri, 93 ára að aldri. Eiríkur, stofnaði og rak trésmíðaverkstæðið Þór ásamt Rafni Magnússyni um áratuga skeið.

Eiríkur kom að starfi Íþróttafélagsins Þórs með nokkuð óhefðbundnum hætti, þ.e.a.s ekki í gegnum íþróttastarfið beint, en sannarlega með þeim hætti að ei gleymist.

Í upphafi hvers árs við lok jólahátíðar hélt Íþróttafélagið Þór þrettándagleði hér í bæ og má rekja þennan sið allt til ársins 1933.

Það var einmitt á þrettándagleði félagsins á síðustu öld sem leitað var til Eiríks Stefánssonar að taka að sér að vera í hlutverki álfakóngs og það hlutverk var hans um langt skeið. Þar naut falleg söngrödd Eiríks sín mest og best.

Fögur rödd álfakonungsins Eiríks ómaði um Þorpið við leik og söngva álfa og trölla sem og stór bálköstur logaði á svæðinu. Eiríkur hjálpaði ötullega til við öflun brennuefnis í bálköstinn og kom að öðrum undirbúningi þrettándagleðinnar. Það var gott fyrir okkur Þórsara að eiga Eirík að.

Fyrir framlag sitt til félagsins var Eiríki Stefánssyni veitt gullmerki félagsins einmitt á þrettándagleði Þórs á árinu 2015, en það ár fagnaði félagið 100 ára starfsafmæli sínu.

Eiginkona Eiríks var Hólmfríður Þorláksdóttir sem lést 2. febrúar 2005. Þau hjónin eignuðust fimm börn og barnabörnin eru níu talsins.

Íþróttafélagið Þór sendir öllum ástvinum Eiríks Stefánssonar sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Eiríks Bjarnars Stefánssonar.

Hvíli hann í friði Guðs.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00