Fara í efni
Minningargreinar

Eiríkur Bjarnar Stefánsson

Elsku afi Eiki.

Þá er komið að kveðjustund.

Mér finnst ég afar lánsöm að hafa átt þig sem afa.

Ljúfur, góður, fyndinn og með notalega nærveru eru orð sem lýsa þér einkar vel. Mér og mínum þótti alltaf gott að koma í Mylluna eða í Lögmanshlíð og fá spjall og rúsínur.

Mér þykir svo vænt um hve mikinn áhuga þú sýndir öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú spurðir alltaf hvernig gengi í vinnunni hjá mér og hvort það væri mikið að gera, þá var nú eins gott að vita stöðu fæðinga uppá hár. Þú vildir einnig vita hvernig gengi í skóla og íþróttum hjá stelpunum og alltaf hafðir þú miklar áhyggjur af augunum í þeim þar sem þær nota gleraugu.

Í þau skipti sem við fórum til útlanda, varst þú alltaf með á hreinu hver staðan væri í landinu sem við heimsóttum og þú sagðir okkur frá því áður en við fórum. Svo vildir þú alltaf heyra frá okkur og hvernig gengi á okkar ferðalögum. Best þótti þér ef við hringdum til að láta vita af okkur.

Ánægðastur varstu svo þegar við komum óhult heim, glöð og sæl.

Síðastliðin ár naustu umönnunar á Lögmanshlíð og þar líkaði þér afar vel. Þér fannst starfsfólkið hvert öðru betra og maturinn góður.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir þá umönnun sem þú hlaust allt fram á síðasta dag.

Elsku afi, ég minnist þín með mikilli væntumþykju og hlýju og mun sakna stundanna okkar saman. Nú ertu komin í faðm ömmu Fríðu og það yljar.

Elskulegi, afi njóttu
eilíflega Guði hjá,

umbunar þess, er við hlutum,
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum,
vefur sumarfegurð í.

Líkt og sól að liðnum degi,
laugar kvöldið unaðsblæ,
gyllir skýin gullnum roða,
geislum slær á lönd og sæ.
Þannig burtför þín í ljósi,
þinnar ástar, fögur skín.
Okkar fluttu ótal gæði
elskuríku störfin þín.

Hjartkær afi, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæll um allar aldir,
alvaldshendi falin ver;
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér
(ókunnur höfundur)

Þín afastelpa

Kristín Hólm Reynisdóttir

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00