Fara í efni
Minningargreinar

Einar Valmundsson

Deyr fé,deyja frændur,deyr sjálfur ið sama;en orðstírdeyr aldregi,hveim er sér góðan getur.(Úr Hávamálum)

Fallinn er í valinn mikill mannkostamaður og góðmenni.

Hann var ekki margmáll hann frændi okkar blessaður. Hann átti hlýtt faðmlag og bros og prúðmennsku og lét verkin tala frekar en langar málalengingar. Allt sem hann gerði var fallegt, vandað og smekklegt. Þess ber merki húsið hans og garðurinn í Suðurbyggð 10. Hógværðin var hans auðkenni og t.d. voru öll lítil börn strax komin í fangið á honum og vildu helst ekki fara þaðan.

Við systur ólumst upp með honum í Hrísey, en hann kom mjög ungur til ömmu okkar Steinunnar og afa Þorsteins, en síðar eftir lát þeirra, frá 9 ára aldri, var hann búsettur hjá foreldrum okkar. Hann og mamma okkar voru systkinabörn og mjög náin. Svo kynntist hann Höllu sinni sem var í vist hjá foreldrum okkar að passa flautaþyrilinn Auði sem var flökkukind með afbrigðum og fiktin og þurfti eftirlit. Svo bættist í systrahópinn (Steinunn Kristín) Nína fædd 1943 og (Margrét) Þóra fædd 1951. En þá var Einar búinn að krækja í Höllu sína og eignast Valmund. Hann festi kaup á Sunnuhvoli í Hrísey og var farinn að betrumbæta það. Litla vinnu var að hafa í Hrísey og sótti hann m.a. vinnu á Keflavíkurflugvöll. Við óvænt andlát föður okkar 1954 kom rót á fjölskylduna. Þegar við mæðgur fluttum til Akureyrar var gott að eiga þau að í Glerárgötunni ásamt Valmundi föður Einars og ömmubróður okkar sem var elskulegur og hlýr afi.

Sendum börnum, tengdabörnum og afkomendum öllum innilegar samúðarkveðjur.

Takk fyrir allt elsku frændi.

Kveðjur í sumarlandið til þeirra sem við söknum.

Auður, Nína og Þóra Filippusdætur frá Hrísey.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00