Fara í efni
Minningargreinar

Dagbjört Pálsdóttir – lífshlaupið

Dagbjört Elín Pálsdóttir sjúkraliði var fædd 1. september 1980, hún varð bráðkvödd á heimili sínu 18. október 2023. Foreldar hennar eru Páll Jóhannesson f. 1958 og Margrét Hólmfríður Pálmadóttir f. 1957. Systkini Dagbjartar eru 1) Sölmundur Karl f. 1984, kvæntur Angelu Murillo, dóttir þeirra er Alicia Margrét, og 2) Snævar Óðinn f. 1990, kærasta hans er Ley Fraser.

Dagbjört giftist Jóhanni Jónssyni f. 1978 árið 2000 og áttu þau saman fjögur börn: 1) Margrét Birta f. 2000, kærasti hennar er Margeir Fannar Pálsson f. 1999, 2) Elín Alma f. 2001 í sambúð með Dagbjarti Tryggva Arnarssyni f. 2001, 3) Jón Páll f. 2005 og 4) Hólmfríður Lilja f. 2009. Dagbjört og Jóhann skildu árið 2018.

Eftirlifandi eiginmaður Dagbjartar er Þórarinn Magnússon f. 1981, þau gengu í hjónaband 12. desember 2020. Foreldrar Þórarins eru Björk Sigurðardóttir f. 1960 og Magnús Guðjónsson f. 1956. Systkini Þórarins eru Guðjón, Heiðar og Freyja Mjöll.

Dagbjört útskrifaðist sem sjúkraliði úr Verkmenntaskólanum á Akureyri og tók stúdentspróf að loknu sjúkraliðanámi. Hún útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri með B.Sc í félagsvísindum 2014 og náði sér í diplóma í áfengis- og vímuefnamálum frá Háskóla Íslands 2021.

Dagbjört starfaði á árum áður í Hamri, félagsheimili Þórs, Öldrunarheimilinu Hlíð, Sjúkrahúsinu á Akureyri og við öryggisvistun í Hafnarstræti. Dagbjört var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar frá 2016 til 2019. Dagbjört vann til síðasta dags á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð og samhliða vinnu stundaði hún fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða við Háskólann á Akureyri.

Útför Dagbjartar verður gerð í Glerárkirkju í dag, föstudaginn 10. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.

Brynjar Elís Ákason

Kristján Sturluson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 13:40

Brynjar Elís Ákason

Helga Þórsdóttir skrifar
31. janúar 2025 | kl. 10:40

Brynjar Elís Ákason – lífshlaupið

31. janúar 2025 | kl. 10:30

Sigurður Bergþórsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
24. janúar 2025 | kl. 13:00

Friðbjörn Axel Pétursson

24. janúar 2025 | kl. 06:00

Jan Larsen

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
16. janúar 2025 | kl. 18:00