Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir

Veit ekki hvenig ég á að byrja að skrifa um ömmu Bellu en allir sem þekktu hana eru sammála því að hún var engri lík.

Við amma áttum einstaklega fallegt samband. Við ferðuðumst mikið saman og það var alltaf nóg að gera og gaman hjá okkur. Hvort sem það var að koma til hennar klukkan 8 á morgnana og gera okkur morgunmat eða fara í golf saman – þar sem hún ætlaði fyrst bara að leyfa mér að pútta því ég kunni ekki nógu vel golf til að halda í við hana – eða að borða með henni kvöldmat og spjalla um lífið, skíða með henni eða bara fara á rúntinn. Frá hverjum golf leiðangri eða degi okkar saman hef ég sögur að segja og meira segja er með möppu í símanum hjá mér sem ég hef glósað í eftir góðar stundir bara til þess að gleyma þeim ekki. Hún var svo ótrúlega fyndin konan.

Í æsku þegar ég gisti hjá henni fórum við með bænir saman og sögðum brandara og í seinni tíð þegar við gistum saman á ferðalögum naut ég þess að spyrja hana um lífið hennar í æsku og lífið með afa og spá og spekúlera í minni framtíð. Svo auðvitað var alltaf spilað og fengið sér kaffi og með því en það merkilega yfirhöfuð við hana ömmu var að hún hafði alltaf meira þol en ég í einu og öllu. Þvílíki krafturinn og orkan sem hún bar með sér.

Amma kvartaði ekki og bar sig alltaf með reisn. Stóð bein í baki og með kassann út hvert sem hún fór og það er bara eitt af því sem ég tek til fyrirmyndar eins og fjölmargt í hennar fari.

Ég hringdi í hana um páskana og hún hafði verið lasin. Hún spurði mig strax hvort ég væri á leiðinni. Ég svaraði því að ég kæmi eftir 2 vikur og þá myndum við hittast. Hún svaraði engu svo ég spurði hvort hún væri enn á línunni. Þá segir hún mjög hneyksluð, 2 vikur María! Ég ætla að vera löngu dauð fyrir þann tíma! Geturðu ekki bara komið núna?

Við hittumst svo eftir 2 vikur og áttum yndislegar stundir. Elsku amma Bella fór með reisn, sátt við lífið og allt sitt. Eftir sitja minningar sem að ylja að eilífu.

Amma mín. Ég hlakka til að sjá þig næst. Þinn litli demantur.

María Finnbogadóttir

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00