Fara í efni
Minningargreinar

Bára Jakobsdóttir Ólsen

Elsku mamma.

Langri ævi er lokið. Það er svo sannarlega skarð er þú skilur eftir þig nú þegar þú leggur af stað inn í sólarlandið eilífa í faðm ástvina sem horfnir eru okkur. Það má ljóst vera að þar verða fagnaðarfundir, elsku eiginmaður, Hrafn Sveinbjörnsson og óskírð dóttir sem nú fær að faðma móður sína munu standa við hliðið þegar þig ber að garði. Skarðið sem þú skilur eftir verður nú fyllt af fallegum minningum og þær munu sefa sorgina.

Já, það má hugga sig við fallegar myndir og hugsanir og sannarlega er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þig öll þessi ár.

Skaplyndið sem þú hafðir var eiginlega einstakt, þrátt fyrir stóran barnahóp sem umlék þig alla tíð og á stundum ærslagang stóðst þú bara við eldavélina, bakaðir eða eldaðir ofan í allan hópinn og aldrei hækkaði röddin, alltaf sama jafnaðargeðið út í gegn.

Ekki má heldur gleyma öllum saumaskapnum þínum og langar setur þínar við prjónavélina sem við systkinin öll nutum sannarlega góðs af í uppeldi okkar.

Þú varst eiginilega alveg ótrúleg kona og það hefur komið í ljós nú síðustu daga að það var eiginlega ekkert sem þú lést fram hjá þér fara, og þú vissir hvað hvert af okkur tæplega 100 afkomendum þínum væri að gera, hvar hver væri, og svo framvegis.

Það sem við erum búin að finna af skrifuðum miðum um svo ótal margt sem okkur einu sinni hefur ekki dottið í hug að væri til, en þú leyndir á þér og varst sannarlega með puttann á púlsinum.

Líf okkar verður nú aldrei samt, svo stórt pláss áttir þú i hjarta okkar og tilveru. Það leið vart sá dagur að við heyrðumst ekki og miklu oftar hittumst við og já, þú varst svo sannalega ein af okkur alla tíð.

Öll jólin, já, hvernig verða jólin og engin mamma eða amma Bára, það verður skrítið og nú verða jólin ekki aftur eins og við höfum haft þau á undanförnum mörgum árum.

Og allir bíltúrarnir lengri sem styttri verða ekki aftur, það er eiginlega ótrúlegt að segja það. Beykilundur, Fjólugata, Laxagata, Grænumýri og svo enduðu flestir bíltúrar sjálfsögðu á einn í bæinn. Þennan rúnt höfum við keyrt ótal sinnum og alltaf hafðir þú svo gaman af því að segja frá og hugsa til baka og segja okkur hver bjó hvar og þessir bíltúrar okkar verða nú í minningunni svo merkilegir, og ég er alveg viss um að við Fúsi munum taka rúntinn nokkrum sinnum enn fyrir þig, og svo að sjálfsögðu förum við einn í bæinn.

Einnig eru margar minnisstæðar bílferðir Eyjafjarðarhringinn þar sem þú þekktir þig svo vel um og unnir firðinum, og ég tala nú ekki um ef farinn var rúntur á Siglufjörð en þann stað dáðir þú og elskaðir alla tíð enda áttir þú þar þínar rætur. Fyrir allar þessar ferðir varstu svo þakklát og naust þeirra sannarlega.

Þú varst gæfumanneskja í lífinu, þú áttir miklu barnaláni að fagna og varst stolt af þínum stóra hóp og nú stöndum við og viljum þakka yndislegu árin.

Elsku mamma mín.

Það væri svo ótal margt hægt að segja meir, en líka má segja að við vorum búin að segja svo ótalmargt á langri ævi þinni og orð nú bæta þar engu við. Eftir standa og munu ylja okkur minningarnar um yndislega mömmu, ömmu, og langömmu.

En nú þegar sameiginlega ferðalaginu okkar er lokið og við tekur hjá þér þrautalaus tilvera hinum megin í ljósinu bjarta í himnasal, stöndum við Fúsi eftir klökk, en um leið svo yfirmáta þakklát fyrir árin öll, elskuna og umhyggjuna sem þú sýndir okkur og börnum okkar alla tíð.

Elsku mamma, amma og langamma.

Við vitum að almættið hefur tekið þér mót og í þeirri vissu okkar bjóðum við þér góða nótt.

Að lokum þökkum við starfsfólki og heimilisfólki á Kollugerði í Lögmannshlíð fyrir yndislega umönnum Báru og góðar stundir er hún átti þar.

Guð blessi ykkur öll.

Arna, Sigfús (Fúsi), börn og barnabörn.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00