Fara í efni
Minningargreinar

Ásta Þórunn Þráinsdóttir – lífshlaupið

Ásta Þórunn Þráinsdóttir fæddist á Akureyri 24. ágúst 1956. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. september 2024.

Foreldrar hennar voru bæði fædd og uppalin á Akureyri. Þau voru Þráinn Jónsson, f. 23. ágúst 1935, d. 22. febrúar 2006 og Halla Gunnlaugsdóttir, f. 18. desember 1938, d. 9. október 2019. Bróðir Ástu Þórunnar er Gunnlaugur Þráinsson, f. 16. mars 1965 búsettur í Kópavogi, sambýliskona hans er Kolbrún Kolbeinsdóttir. Börn Gunnlaugs og Erlu Margrétar Haraldsdóttur, fv. eiginkonu, eru Gauti, f. 9. ágúst 1992 og Sandra Ýr, f. 13. maí 1996.

Eiginmaður Ástu Þórunnar var Ágúst Nordgulen f. 30. júlí 1957, d. 23. maí 1999. Ásta og Ágúst giftu sig í Bústaðakirkju 21. apríl 1984. Ágúst lést í maí 1999 eftir erfið veikindi, 41 árs gamall.

Ásta Þórunn og Ágúst eignuðust þrjú börn: a) Halla Sjöfn, f. 29. desember 1979, unnusti hennar er Friðrik Már Steinþórsson f. 29. apríl 1976, synir þeirra eru Birkir Már f. 12. nóvember 2004, kærasta hans er Elija Ernesta Chirv, og Breki Már f. 17. desember 2014; b) Anna Rut, f. 13. febrúar 1984, eiginmaður hennar er Gunnar Pétur Hauksson, f. 29. nóvember 1985, börn þeirra eru Haukur Helgi, f. 8. september 2017 og Ásta Margrét, f. 21. janúar 2019; c) Ágúst Orri, f. 27. mars 1991, unnusta hans er Sara Björk Purkhús, f. 21. ágúst 1991.

Sambýlismaður Ástu Þórunnar sl. 18 ár var Valdimar Sigurðsson, f. 7. október 1963. Sonur hans er Atli Þór Barðdal Valdimarsson f. 9. nóvember 1997. Valli var stoð og stytta Ástu. Hann hefur verið börnum og barnabörnum ómetanlegur í alla staði, hvað sem verkefnið er þá er Valli klár. Barnabörnin eru heppin að eiga Valla afa að. Valli gekk í gengum veikindin með Ástu, hann var við hlið hennar alltaf og hún treysti algjörlega á hann. Missir hans og fjölskyldunnar er mikill.

Ásta Þórunn byrjaði snemma að vinna heima á Akureyri; fyrst í söluturninum Brekku hjá Bjarna Bjarnasyni kaupmanni, svo í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli og sem tanntæknir á tannlæknastofu í Glerárgötu 20. Ásta kynntist Ágústi árið 1976, þau byrjuðu að búa á Akureyri en fluttu svo til Reykjavíkur 1978. Eftir að þau fluttu suður starfaði Ásta á tannlæknastofum Hannesar Ríkarðssonar. Ásta og Ágúst stofnuðu Á.N. verktaka árið 1984 og tók hún virkan þátt í rekstri fyrirtækisins og brá sér þar í ýmis hlutverk, s.s. að elda fyrir vinnuhópa í verkefnum úti á landi og auðvitað skrifstofuvinnu. Ásta og Ágúst voru samstíga í rekstri heimilis og fyrirtækis. Þau voru á meðal frumbyggja í Grafarvogi og reistu sér hús í Fannafold 24. Þangað voru allir velkomnir og þaðan fór enginn svangur. Heimilið var samastaður vina og kunningja, börnin í hverfinu vöru öll heimilisvinir og oft var farið yfir málin í eldhúskróknum.

Ásta vann á tannlæknastofu Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar frá árinu 2000 til 2022 og á tannlæknastofu Ægis Benediktssonar frá 2022 til 2023. Ásta hætti að vinna sl. áramót og ætlaði að einbeita sér að barnabörnunum sem voru hennar líf og yndi og hún var óendanlega stolt af. En erfið veikindi tóku sinn toll og Ásta lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn 2. september sl.

Útför Ástu fór fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstudaginn 13. september.

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00