Fara í efni
Minningargreinar

Árni Björn Árnason – lífshlaupið

Árni Björn Árnason verkefnastjóri fæddist 18. ágúst 1935 í Kaupmannahöfn. Hann lést á Akureyri 21. apríl 2024.

Foreldrar Árna Björns voru hjónin Árni Björn Árnason héraðslæknir á Grenivík, f. 18. október 1902, d. 15. ágúst 1979 og Kristín Þórdís Loftsdóttir húsmóðir, f. 3. júlí 1905, d. 12. júní 1987.

Systkini hans voru Helga Guðrún Árnadóttir, f. 16. september 1937, d. 8. desember 2022, Loftur Jón Árnason, f. 1. nóvember 1941 og Líney Árnadóttir, f. 26. apríl 1947, d. 14. júlí 1951.

Börn Árna Björns sem hann átti með eiginkonu sinni Þóreyju Aðalsteinsdóttur, f. 27. maí 1938, d. 11. febrúar 2024, eru: 1) Líney Árnadóttir, f. 1957, maki Magnús Jósefsson, f. 1953. Börn þeirra: Tinna, f. 1981, Telma, f. 1983, Jón Árni, f. 1991 og Hjörtur Þór, f. 1994. 2) Kristín Sóley Árnadóttir, f. 1959, maki Kristinn Eyjólfsson, f. 1946. Börn þeirra: Sif Erlingsdóttir, f. 1983, Almarr Erlingsson, f. 1985 og Styrmir Erlingsson, f. 1988, Hrólfur Máni Kristinsson, f. 1973, Stefán Snær Kristinsson, f. 1977 og Grétar Orri Kristinsson, f. 1980. 3) Aðalsteinn Árnason, f. 1968, maki Guðrún Jóhannsdóttir, f. 1960. Dóttir þeirra: Guðrún Íris Úlfarsdóttir, f. 1981. 4) Laufey Árnadóttir, f. 1973, maki Juan Ramón Peris López, f. 1965. Börn þeirra: Lydia Miriam Peris Herrero, f. 1986 og Álvaro Peris Árnason, f. 2007. 5) Þórey Árnadóttir, f. 1975, maki Höskuldur Þór Þórhallsson, f. 1973. Börn þeirra: Steinunn Glóey, f. 2003, Fanney Björg, f. 2006 og Þórhallur Árni, f. 2008. Langafabörnin eru orðin 16.

Árni Björn og Þórey bjuggu sér fallegt og líflegt heimili þar til leiðir skildi árið 1991, þá þegar rík af börnum og barnabörnum.

Árni Björn ólst upp á Grenivík en fór ungur til náms á Akureyri og bjó þar allar götur síðan fyrir utan þau ár þegar hann var við nám í vélvirkjun á Patreksfirði.

Árni Björn átti farsælan 40 ára starfsferil hjá Slippstöðinni á Akureyri en þar gegndi hann lengst af störfum sem verkstjóri í vélsmíðadeildinni og síðar sem verkefnastjóri.

Við starfslokin hjá Slippstöðinni 2004 má segja að Árni Björn hafi fundið sér nýjan starfsferil en þá sneri hann sér enn frekar að ritstörfum. Hannaði hann einnig og byggði upp yfirgripsmikinn vef um bátasmíðar á Íslandi, www.aba.is.

Árni Björn var lengi í forsvari fyrir Verkstjórafélag Akureyrar og Verkstjórasamband Íslands þar sem hann var gerður að heiðursfélaga. Hann var einnig ritstjóri og ábyrgðarmaður Verkstjórans í nær þrjá áratugi og í ritnefnd að sögu Verkstjórasambands Íslands.

Árni Björn var mikill fjölskyldu- og útivistarmaður. Fyrri hluta ævinnar stundaði hann stangveiði, skotveiði og skíðaiðkun. Skíðaáhuginn varð síðan að dýrmætu fjölskyldusporti. Á seinni hluta ævinnar sneri hann sér að golfiðkun.

Útför Árna Björns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. maí 2024, kl. 13.

Jón Geir Ágústsson

Geir, María og Jón Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Sigurður Unnsteinn Sigurðsson skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Valdís Rut Jósavinsdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson

Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður og Jóhann Heiðar skrifa
19. desember 2024 | kl. 06:01

Jón Geir Ágústsson – lífshlaupið

19. desember 2024 | kl. 06:00

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00