Fara í efni
Minningargreinar

Ágúst H. Guðmundsson

Minn versti ótti varð að veruleiki þann 1. janúar 2021 þegar elsku fallegi pabbi minn lét lífið.

Hann glímdi við MND í fjögur ár og það er ekki hægt að finna mann sem tók þessari erfiðu áskorun með jafn góðu hugarfari og hann! Hann hélt áfram með öll sín verkefni og afrekaði mikið þrátt fyrir sín veikindi. Jákvæðni, húmor, hugrekki og styrkur skein af þér í þinni baráttu og ég horfði á þig með aðdáunaraugum allan tímann.

Ég gæti ekki verið heppnari með pabba en hann er og verður alltaf langbesti vinur minn. Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir allar stundirnar, minningarnar sem við áttum saman og allt sem hann kenndi mér sem er nánast allt sem ég kann!

Þú ert fyrirmyndin mín í einu og öllu og efst í huga mér er þakklæti!

Ég mun sakna þín endalaust mikið og það vantar stóran part í líf mitt þegar þú ert ekki hér, en sama hversu langt þú ert frá mér munt þú alltaf vera fremst í hjarta mínu.

Hvíldu í friði elsku pabbi minn, þú átt svo sannarlega skilið að fá að hvíla þig. Ég veit að þú vakir yfir okkur fjölskyldunni. Við munum öll gera þig stoltan.

Ég elska þig pabbi minn, ég er stoltur og heppinn að vera Ágústsson.

Þinn sonur,
Júlíus Orri

Kristján Gunnarsson

Rúnar Ingi Kristjánsson skrifar
08. apríl 2025 | kl. 06:00

Kristján Gunnarsson – lífshlaupið

08. apríl 2025 | kl. 06:00

Sigurður Bjarklind

Sonja Sif Jóhannsdóttir skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 12:35

Sigurður Bjarklind

Jón Már Héðinsson skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 10:00

Sigurður Bjarklind – lífshlaupið

24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind

Jan Eric Jessen skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 08:00