Fara í efni
Íþróttir

Strákar á Andrésar andar leikunum 1977

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 60

Gamla íþróttamyndin á Akureyri.net fyrir viku var af níu ára stúlkum á verðlaunapalli á Andrésar andar leikunum á skíðum árið 1977. Leikarnir fóru þá fram í annað skipti.

Myndin vakti vægast sagt mikil viðbrögð, eins og gömlu myndirnar gera gjarnan, og því er ekki úr vegi að draga fram og birta aðra mynd frá þessum sömu leikum í dag.

Á myndinni eru strákar sem urðu í fyrstu sex sætunum í stórsvigi 11 ára. Frá vinstri: Stefán Bjarnhéðinsson Akureyri (2. sæti), Erling Ingvason Akureyri (1.), Friðgeir Halldórsson Ísafirði (3.), Gunnlaugur Þráinsson Akureyri (4.), Gunnar Svanbergsson Akureyri (5.) og Jón Vídalín Ólafsson Akureyri (6.)