Dugnaðarforkar bæði í keppni og umsjón móta

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 70
Þessi hópur manna kom mikið við sögu akureyrskra íþrótta um langt árabil; þarna eru bæði keppendur og menn sem störfuðu við mót í áratugi, í ýmsum íþróttagreinum. Myndin er tekin í Hlíðarfjalli. „Ég veit ekki á hvaða móti þessi mynd er tekin, en starfsmennirnir sem þarna eru sáu um mótin í fjölmörg ár og án þeirra hefði gróskan sem þarna var ekki borið þann ávöxt sem síðar varð,“ sagði einn úr hópnum fyrir nokkrum árum við þann sem þetta skrifar.
Á myndinni eru, frá vinstri: Ívar Sigmundsson, Guðmundur Túliníus, Hörður Þórleifsson, Eggert Eggertsson, Ottó Túliníus, Gísli Bragi Hjartarson, Jón Bjarnason, Reynir Pálmason, Reynir Brynjólfsson, Sigurður Jakobsson, Hjalti Arnarson, Haraldur Sigurðsson, Ragnar Sigtryggsson, Karl Óskar Tómasson og Jón Gíslason.