Íþróttir
Veistu nöfn þessara ungu handboltadrengja?

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 72
Þórsarar geta tryggt sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta á nýjan leik í dag. Af því tilefni er upplagt að gamla íþróttamyndin þessa helgina sé af ungum Þórsurum á handboltaæfingu í íþróttahúsi Glerárskóla fyrir „nokkrum“ árum. Sá sem þetta skrifar þykist þekkja nokkra þeirra með nafni en lesendur eru hvattir til að skoða myndina og senda nöfn stráka sem þeir þekkja, og hvar þeir eru á myndinni, á netfangið skapti@akureyri.net. Gaman yrði að birta öll nöfnin sem fyrst.