Íþróttir
Magnús, Lýður, Herbert og Árni – þekkirðu fleiri?
08.03.2024 kl. 11:15
Lesendur hafa afskaplega gaman af gömlu íþróttamyndunum sem Akureyri.net hefur birt undanfarið. Ein slík birtist á hverjum laugardegi.
Í síðustu viku birtist meðfylgjandi mynd, af drengjum í Leikfimifélagi Akureyrar ásamt Magnúsi Péturssyni sem var kennari hjá félaginu frá 1922 til 1935.
Búið er að nafngreina þrjá drengi á myndinni.
- Grænn hringur er dreginn um andlit Herberts Jónssonar sem lengi var yfirtollvörður á Akureyri.
- Við hlið hans er Árni Ingimundarson skrifstofumaður, þekktur píanóleikari og kórstjóri - blár hringur er dreginn um andlit hans.
- Í rauða hringnum er Lýður Sigtryggsson, frábær harmonikkuleikari og vel þekktur í Evrópu, lengi búsettur í Noregi.
Akureyri.net hvetur fólk til að rýna enn betur í myndina og reyna að bera kennsl á fleiri drengi. Góð mynd er mun meira virði en ella ef fólk er nafngreint.
Smellið hér til að sjá fyrstu gömlu íþróttamyndina, sem birtist 18. nóvember á síðasta ári. Allir hinar birtast fyrir neðan þessu.