Fara í efni
Tré vikunnar

Eplabóndi í aldarfjórðung

TRÉ VIKUNNAR - 108

Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _

Nú eru liðin 25 ár frá því að fyrst voru sett niður eplatré í Kristnesi. Hvernig gengur það? Það gengur svona:

Við skulum segja að 25 ár séu nægilegur tími til að gefa einhverja hugmynd um það hvaða möguleikar séu fyrir hendi í eplarækt. Einhverja hugmynd höfum við um fjölmarga þætti ræktunarinnar. Þetta er alls ekki vísindaleg tilraun og efalaust dregur undirritaður einhverjar rangar ályktanir. En skítt með það. Þær munu þá vafalaust verða leiðréttar af þeim eplapælurum sem sem vita gerr.
 
Hin stóru blóm eplatrjánna eru glæsileg ein og sér og ekki verra ef vel tekst til með frjóvgun.
Hin stóru blóm eplatrjánna eru glæsileg ein og sér og ekki verra ef vel tekst til með frjóvgun.

Það var árið 1999 sem fyrstu trén voru gróðursett í aldingarðinn í Kristnesi. Aldingarðurinn stendur sunnan undir Kristnesskógi í brekku mót suðaustri. Staðurinn er kallaður Aldingarður á tyllidögum og Berjagarðurinn þess á milli. Fyrst trén voru 'Astrakan Gylenkrok' og 'Transparente Blance'. Árið eftir kom svo 'Rödluvan' og 'Sävstaholm'. Allt voru þetta tré sem Valgerður Jónsdóttir hafði ágrætt í gróðrarstöð Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna.

 
'Rödluvan' árið 2017. Hamingjusamur eplabóndi myndaði uppskeruna og setti náttúrulega fallegustu eplin efst og snéri þeim rétt til að undirstrika dýrðina.
'Rödluvan' árið 2017. Hamingjusamur eplabóndi myndaði uppskeruna og setti náttúrulega fallegustu eplin efst og snéri þeim rétt til að undirstrika dýrðina.

 

Meira á vef Skógræktarfélagsins.

Smellið hér til að sjá allan pistilinn

Snípur í skógi

Sigurður Arnarson skrifar
16. apríl 2025 | kl. 08:45

Nokkur grunnhugtök um vatn í jarðvegsauðlindinni

Sigurður Arnarson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:30

Hirðingjareynir

Sigurður Arnarson skrifar
26. mars 2025 | kl. 09:00

Um nöfn og flokkunarkerfi – fyrri hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. mars 2025 | kl. 09:15

Auðnutittlingur

Sigurður Arnarson skrifar
12. mars 2025 | kl. 10:00

Bölvaldur og blessun: Sitkalús

Sigurður Arnarson skrifar
05. mars 2025 | kl. 09:00