Fara í efni
KA/Þór

Tilvalið að leika sér í Kjarnaskógi

Freysteinn Ari skemmti sér konunglega eins og sjá má. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Prýðilegt veður var á Akureyri í dag, þótt það léki ekki við alla landsmenn. Dálítið snjóaði í nótt og fram eftir degi, þó alls ekki til vandræða og í Kjarnaskógi naut fólk lífsins. Nokkrir sáust þar á gönguskíðum, aðrir notfærðu sér leiktækin eða fóru í hressandi göngutúr. Freysteinn Ari og Alexandra Yrja léku við hvern sinn fingur með fjölskyldum sínum þegar Akureyri.net bar að gerði; rennibrautirnar voru í uppáhaldi, og meira að segja Adam Örn, faðir Alexöndru, og hundurinn Týr létu sig vaða þar niður. Ekki var gott að segja hvor hafði meira gaman af!

 

Alexandra Yrja í Kjarnaskógi í dag.