Fara í efni
KA/Þór

Afsakið orðbragðið en andsk... ónáttúra!

Einhver gerði sér það að leik í nótt að aka eftir skíðagöngubrautum í Kjarnaskógi við litla hrifningu starfsmanna þar. Meðfylgjandi mynd og eftirfarandi texti var birtur á Facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga í dag.

Þú ágæti bifreiðarstjóri sem lagðir þig í líma við að rústa skíðabrautunum okkar í nótt:

Það er freistandi að fyrirgefa þér þar sem þú átt jú bágt en það að enda svo verkið á að spóla í sleðabrekku barnanna gerir þá ákvörðun vissulega erfiðari. En engar áhyggjur, öryggismyndavélin var ekki í gangi í þetta skipti og það er fyrir löngu búið að laga til eftir þig.

Og fátt er svo með öllu illt ... Fyrir vikið njótum við hin í Kjarnasamfélaginu jú þess að allar helstu leiðir eru nú glænýtroðnar og sporaðar. Hoppsa Bomm bíður líka nýskúruð eftir snjóþotuliðinu, sólar gætir sífellt meir og aðstæður allar til útivistar í skóginum eins og best verður á kosið.

Eigið góða helgi öll