Fara í efni
KA/Þór

Jólatrésskemmtun í Kjarnaskógi í dag

Hin árlega jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldin á Birkivelli í Kjarnaskógi í dag, sunnudaginn 22. desember, frá klukkan 15.30 til 17.00. Allir eru velkomnir.

„Við erum heppin, Hurðaskellir og Kjötkrókur eiga heima á Súlumýrabraut 347 sem er rétt hjá Kjarnaskógi. Þeir ætla að líta við með glens og gjafir og Birkibandið heiðrar okkur með söng og hljóðfæraleik,“ segir á Facebook síðu Skógræktarfélagsins.

„Eldri borgararnir okkar sem kunna alla jólasöngva stýra dansi kring um rauðgrenijólatréð við grillhúsið og eitthvert ágætt félagsfólk mun svo framreiða Beggakakóið og rjúkandi Ketilkaffi. Við gerum okkur dagamun en lítum bara á þetta sem venjulegan dag í skóginum, klæðumst eftir veðri, mætum með góða skapið í farteskinu og njótum þess að vera partur af Kjarnasamfélaginu.“