Fara í efni
Umræðan

Yfir 300 milljónir í viðgerðir frá 2018

Sæfari er kominn í viðgerð í Slippnum á Akureyri. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Í tengslum við bilun Grímseyjarferjunnar Sæfara og stöðvun siglinga hennar á meðan á viðgerð stendur spurðist Akureyri.net fyrir um það hjá Vegagerðinni hvort uppi væru áætlanir eða vinna komin í gang við undirbúning að því að skipta út núverandi ferju fyrir nýtt – eða nýrra – skip. „Vegagerðin hefur ávallt auga með markaðnum fyrir ferjur en hefur enn ekki séð skip sem gæti hentað til siglinga til Grímseyjar,” segir í svari Sólveigar Gísladóttur, sérfræðings á samskiptadeild Vegagerðarinnar, sem bendir jafnframt á að ekki sé gert ráð fyrir fjármögnun nýrrar Grímseyjarferju í fimm ára fjármálaáætlun.

Fram kom í gærkvöld í samtali við Svafar Gylfason í Grímsey að honum finnist grátlegt hvernig farið sé með fjármuni í viðgerð á skipi sem hann segir ónýtt og allir viti að sé ónýtt, eins og hann orðaði það. Hann segir það sóun að vera að lappa upp á ónýtt skip til að halda því gangandi og kallaði eftir upplýsingum um það hve miklu hefði verið varið í viðgerðir á skipinu.

Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að áætlað hafi verið að kostnaður við viðgerðina fyrr á þessu ári hafi verið um 250 milljónir króna, auk samtals um 60 milljóna króna árin 2018, 2019 og 2022. Samanlagt er viðgerðar- og viðhaldskostnaður eitthvað yfir 300 milljónir á um sex árum, samkvæmt þessum upplýsingum.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00