Fara í efni
Umræðan

Áhyggjur af ástandi vega í Grímsey

Grímseyingar hafa áhyggjur af ástandi vega í eynni. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Grímseyingar kalla eftir endurbótum á vegum í eynni. Fjallað var um vegagerð á íbúafundi á vegum hverfisráðs Grímseyjar fyrr í mánuðinum.

„Vegamál liggja þungt á heimamönnum, það þarf að gera göturnar góðar, ekki bara holufylla þær öðru hverju,“ segir meðal annars í fundargerð íbúafundarins þar sem fjallað var um vegamálin í Grímsey. 

Bundið slitlag var lagt 1994 og aftur 2014, en ekki klárað almennilega þar sem aðeins mátti leggja á ákveðið marga kílómetra, að því er fram kemur í fundargerðinni. Þá hafa Grímseyingar bent á að lestin sem er mjög vinsæl hjá ferðamönnum sé í vandræðum með að keyra á vegum í eynni eins og ástandið er á þeim. Vakin er athygli á að vel virki þar sem sett var „dren“ í fyrravetur og þyrfti að setja það á fleiri stöðum.

Óvissa þegar heimilisbókhaldið gengur ekki upp

Eiður Stefánsson skrifar
13. mars 2025 | kl. 18:00

OFF – Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. mars 2025 | kl. 20:10

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00