Að komast frá mömmu og pabba
10. mars 2025 | kl. 11:20
Menntaskólinn á Akureyri sigraði lið Fjölbrautarskólans við Ármúla í kvöld í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í sjónvarpssal RÚV. Þar með er MA kominn í úrslit og mun þá annaðhvort mæta Menntaskólanum við Hamrahlíð eða Menntaskólanum í Reykjavík í úrslitaþættinum sem fara mun fram í Háskólabíói eftir þrjár vikur.
Lið MA skipa þau Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir. Lokatölur í kvöld urðu 28-16.
Lesa má nánar um viðureign kvöldsins á heimasíðu MA