Fara í efni
Umræðan

Tónatröðin – hvað nú?

Allir muna deilurnar um úthlutun lóða við Tónatröð og áform verktakans um að gjörbreyta gildandi deiluskipulagi og byggja þar nokkur stórhýsi. Fyrir var gildandi deiliskipulag þar sem gert var ráð fyrir fáeinum einbýlishúsum og litilu byggingarmagni.

Á þessum tímapunkti er vert að rýna í stöðuna og breytingar vegna bæjarstjórnarkosninganna og breytinga á mannskap í Skipulagsráði. Skipt hefur verið um formann og margir nýjir í ráðinu. Fráfarandi formaður og sá sem mest áhrif hafði á hrossakaup við verktakann er ekki lengur formaður ráðsins. Flestir muna málefnalegar fyrirspurnir til hans sem hann svaraði aldrei. Margir muna líka þá útreið sem skipulagsráð fékk í þjónustukönnun bæjarins á málaflokkunum. Skipulagsmálin skoruðu lægst og fengu hreinlega falleinkunn. Í Tónatraðarmálinu voru lýðsræðisleg vinnubrögð hunsuð og má segja það sama í vinnubrögðum sama ráðs í Oddeyrartangamálinu. Samráð nákvæmlega ekkert í upphafi og að lokum féll Oddeyrarmálið í íbúakosningu. Eins færi líklega fyrir Tónatraðarmálinu væri sama uppi á teningum.

En rýnum nú stöðuna eftir myndun nýs ráðs.

Formaður ráðsins lýsti því yfir fyrir kosningar að henni hugnuðust ekki þessar breytingar og mátti glöggt sjá að hún var ekki að styðja þessar hugmyndir og væntanlega ekki hvernig að þeim var staðið. Sama má segja um tvo aðra fulltrúa í ráðinu. Einn með staðfesta andstöðu og annar líklegur.

Formaður ráðsins hefur lýst því yfir á fésbókinni að henni standi hugur til að auka lýðræðislega aðkomu bæjarbúa að málum, og sannarlega er hér gullið tækifæri til að gera það. Það má því geta sér þess til að ekki sé til staðar meirihluti í Skipulagsráði að halda áfram á sömu braut í málefnum Tónatraðar, enda var lýðræðið fótum troðið í þeirri atburðarás.

Miðað við góð orð í kosingabaráttunni hjá frambjóðendum þá gera bæjarbúar, flestir, ráð fyrir að málið verði sett á byrjunarreit og farnar eðlilegar og lýðræðislegar leiðir svo sómi sé að. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á að ný og betri vinnubrögð verði í framtíðinni.

Að lokum við ég óska nýju Skipulagsráði velfarnaðar í störfum sínum næstu fjögur árin. Sannarlega munu augu bæjarbúa hvíla á ráðinu og vinnubrögðum þess á nýju kjörtímabili

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar, eins og hún hét þá.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20