Yfirgripsmikið þekkingarleysi
18. febrúar 2025 | kl. 22:00
Karlalið KA í blaki náði þriggja stiga forystu á toppi Íslandsmótsins, Unbroken-deildinni, með örggum 3-0 sigri á Þrótti Fjarðabyggð þegar liðin mættust í Neskaupstað í kvöld. Næstu lið eiga þó leik til góða.
KA hafði leikinn undir nokkuð öruggri stjórn, náði forystu strax í upphafi í öllum þremur hrinunum og hleyptu heimamönnum í Þrótti Fjarðabyggð aldrei of nálægt sér.
Með sigrinum fór KA í 42 stig og náði þriggja stiga forystu á toppi Unbroken-deildarinnar, en Hamar er með 39 stig og Þróttur R. með 37 stig. Þessi tvö lið eiga bæði leik inni á KA-liðið. Þróttur tekur á móti Völsungi á morgun og Afturelding sækir HK heim í næstu viku.