Fara í efni
Umræðan

Þórsarar töpuðu í 211 stiga leik á Selfossi

Reynir Barðdal Róbertsson í leik með Þórsliðinu í fyrravetur. Reynir var atkvæðamestur Þórsara í kvöld með 33 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Sóknarleikur var í hávegum hafður í fyrsta deildarleik karlaliðs Þórs í körfuknattleik þegar liðið mætti Selfyssingum á útivelli í kvöld. Heimamenn á Selfossi unnu með 17 stiga mun í leik þar sem tapliðið skoraði 97 stig!

Jafnt var eftir fyrsta leikhlutann, 30-30, en Þórsarar þó með forystu lengst af fyrri hálfleiknum. Selfyssingar náðu yfirhöndinni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út leikinn. Þórsarar náðu að minnka muninn niður í fimm stig undir lok þriðja leikhluta, en aftur slitu Selfyssingar sig frá þeim í lokafjórðungnum.

Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson var stigahæstur Þórsara með 33 stig og var einnig með flest fráköst og stoðsendingar í Þórsliðinu, tók 12 fráköst og átti níu stoðsendingar. 

  • Byrjunarliðið: Andrius Globys, Baldur Örn Jóhannesson, Orri Már Svavarsson, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson og Smári Jónsson.
  • Gangur leiksins eftir leikhlutum: Selfoss - Þór (30-30) (31-27) 61-57 (24-20) (29-20) 114-97

Tölfræði leikmanna Þórs, stig-fráköst-stoðsendingar:

  • Reynir Barðdal Róbertsson 33 - 12 - 9
  • Andrius Globys 23 - 5 - 2
  • Baldur Örn Jóhannesson 19 - 11 - 3
  • Veigar Örn Svavarsson 15 - 8 - 3
  • Orri Már Svavarsson 3 - 1 - 0
  • Smári Jónsson 2 - 3 - 6
  • Páll Nóel Hjálmarsson 2 - 2 - 0

Athygli vekur að Þórsliðið var án bandaríska leikmannsins síns, Tims Dalger, en hann mun ekki vera kominn með leikheimild með liðinu.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00