Fara í efni
Umræðan

Þór þarf að vinna annan af síðustu leikjunum

Marki Þórs fagnað í gær. Frá vinstri: Ingimar Arnar Kristjánsson, sem átti stoðsendinguna, Alexander Már Þorláksson, Marc Rochester Sörensen sem skoraði, og Kristófer Kristjánsson. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þegar tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, eru Þórsarar enn í fallhættu. Þeir gerðu 1:1 jafntefli við ÍR á heimavelli í gær og þurfa að vinna annan þeirra tveggja leikja sem eftir eru til að vera öruggir um að halda sætinu.

Þórsarar eiga eftir að mæta botnliðunum tveimur; lið Dalvíkur/Reynis er fallið eftir tap í gær og kemur í heimsókn á Þórsvöllinn um næstu helgi og viku síðar sækja Þórsarar Gróttu heim á Seltjarnarnesi.

Hnjúkaþeyr gærdagsins; bálhvasst úr suðri en hlýtt.

Aðstæður voru gríðarlega erfiðar á Þórsvellinum (VÍS-vellinum) gær vegna hvassviðris. Sunnanáttin hefur ekki verið jafn sterk í mjög langan tíma meðan á knattspyrnuleik stendur en sem betur fer var hlýtt í veðri. Hnjúkaþeyr er fallegt orð sem þeir kannast við sem hlustuðu vel á kennarann á yngri árum! Vindur sem farið hefur yfir fjallgarð, misst raka og fellur þurr og hlýr niður á láglendi – hárnákvæm lýsing á aðstæðum í gær.

Þórsarar léku undan rokinu í fyrri hálfleik, fengu góð færi til að skora og hefðu átt að gera það, en í sumum tilfellum hafði vindurinn áhrif og gerði mönnum erfitt fyrir. ÍR átti líka ágætir sóknir og gestirnir gerðu eina mark fyrri hálfleiks. Föst sending fram völlinn, á milli miðvarða Þórs, rataði á Hákon Dag Matthíasson sem skoraði með góðu skoti.

Þórsarar aðgangsharðir við mark ÍR-inga, einu sinni sem oftar í fyrri hálfleik.

Ingimar Arnar Kristjánsson skallar framhjá ÍR-markinu í fyrri hálfleiknum. Vindurinn gerði honum erfitt fyrir í þetta skipti.

Bæði lið fengu einnig góð færi til að skora í seinni hálfleik og í raun var ótrúlegt að einungis Þórsarinn Marc Rochester Sörensen skyldi ná að koma boltanum í markið; Ingimar Arnar Kristjánsson sendi inn í vítateig utan af vinstri kanti og skyndilega var Daninn með boltann í dauðafæri og gat varla annað en skorað. Þá var um 20 mínútur eftir.

Aron Einar Gunnarsson er vanur að stjórna innan vallar og heldur sínu striki í þeim efnum.

Jöfnunarmark Þórs. Marc Rochester Sörensen fékk boltann aleinn á markteignum eftir sendingu Ingimars Arnars Kristjánssonar utan af vinstri kanti og gat varla annað en skorað.

Varnarmaðurinn Bjarki Þór Viðarsson fékk tvö ágæt færi til að skora snemma leiks en tókst ekki. Frammistaða hans í sókninni er því ekki eftirminnileg en frábær varnartilþrif í seinni hálfleik verða hins vegar lengi í minnum höfð. ÍR-ingurinn Gils Gíslason slapp einn í gegnum vörn Þórs, fékk boltann nálægt miðlínu og tók á rás, hafði gott forskot en Bjarki elti hann uppi og kom í veg fyrir að Gils kæmist í skotfæri,  með frábærri tæklingu eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Bæjarfulltrúar, ­hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00