Fara í efni
Umræðan

Sveinn Margeir kvaddi með sigurmarki

Gleði- og kveðjustund! Sveinn Margeir Hauksson, lengst til hægri, fagnar marki sínu í kveðjuleiknum í dag. Jakob Snær Árnason og Ásgeir Sigurgeirsson á eftir honum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Sveinn Margeir Hauksson tryggði KA sigur (1:0) og þrjú stig með marki undir lokin gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag. Liðin mættust á Greifavelli KA.

Þetta var síðasti leikur Sveins Margeirs með KA í sumar. Hann heldur senn til Bandaríkjanna í háskólanám og sömu sögu er að segja af bakverðinum Birgi Baldvinssyni.

KA-maðurinn Harley Willard fékk tvö bestu færi KA í leiknum, fyrir utan það sem Sveinn Margeir skoraði úr, en það var lán KA-manna að Víkingum voru býsna mislagðar fætur í dag. Það var með ólíkindum að meistararnir skyldu ekki skora í fyrri hálfleik og þeir fengu einnig prýðileg færi í þeim seinni. En bæði voru þeir klaufar og Steinþór Már Auðunsson markvörður KA í banastuði.

Meira síðar

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Sveinn Margeir skorar eina markið gegn Víkingum í dag, utarlega úr vítateignum, eftir að hann komst auðveldlega framhjá þremur varnarmönnum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Hundfúll út í heilbrigðiskerfið

Ólafur Torfason skrifar
17. október 2024 | kl. 15:30

ÁSKORUN — Þingmenn, sýnið kjósendum stórhug

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
17. október 2024 | kl. 12:45

Það er þörf fyrir aukna skaðaminnkun á Akureyri

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
15. október 2024 | kl. 11:30

Varði ekki viðsnúninginn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. október 2024 | kl. 11:00

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00