Fara í efni
Umræðan

Besta deildin: KA-menn fá KR-inga í heimsókn

Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem hefur leikið mjög vel undanfarið, í leiknum gegn KR á Greifavellinum fyrr í sumar. Honum lauk með 1:1 jafntefli þar sem Ásgeir Sigurgeirsson gerði mark KA. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA og KR mætast á Greifavelli KA í dag í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Þetta er þriðji leikur af fimm á þessum lokakafla deildarinnar, KA er efst með 31 stig, Fram hefur 30 og KR í þriðja sæti með 25 stig. Sigri KA-menn í dag verða þeir með fjögurra stiga forskot á Fram fyrir tvær síðustu umferðirnar og níu stigum fyrir ofan KR. Þeir yrðu þá í afar vænlegri stöðu í keppninni um hinn svokallaða Forsetabikar sem efsta lið neðri hlutans fær afhentan. KA fær Vestra í heimsókn í næstu umferð og mætir síðan Fram í Reykjavík í lokaumferðinni 26. október.

KA og HK gerðu 3:3 jafntefli í fyrstu umferðinni og KA vann Fylki 3:1 á útivelli í síðasta leik. KR byrjaði á því að gera 2:2 jafntefli við Vestra og rótburstaði síðan Fram 7:1 um síðustu helgi.

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40