Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Akureyringar hafa lengi kvartað undan því að löng bið sé eftir tíma hjá heimilislækni en nú er öldin aldeilis önnur.
„Hjá HSN á Akureyri er óvenju góð staða í tímabókunum hjá læknum og því stuttur biðtími. Því viljum við benda fólki á að huga strax að tímabókun svo sem ef það styttist í endurnýjun á ökuleyfi,“ segir í tilkynningu frá HSN og bætt er við: „Það gæti því verið snjallt að bóka tíma fyrir slík erindi í dag eða næstu daga.“