Fara í efni
Umræðan

„Sjáum tækifæri til að efla þjónustuna“

„Við sjáum mikil tækifæri til að efla þjónustu og samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Norðurlandi og Austurlandi undir hatti HSN og því er gríðarmikill styrkur að fá reynt og gott fólk til starfa í nýtt geðheilsuteymi. HSN hefur mikinn metnað til að gera þetta vel,“ segir Alice Harpa Björgvinsdóttir, forstöðumaður sálfélagslegrar þjónustu hjá HSN. Fjallað er um málið á vef HSN.

Þjónusta sem barna- og unglingageðteymi (BUG) hefur veitt á Sjúkrahúsinu á Akureyri mun færast til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands frá og með 1. október. Þjónustan verður hluti af sálfélagslegri þjónustu HSN sem hefur sinnt grunnþjónustu, það er vægum til miðlungs vanda, við börn og fullorðna og sinnt einstaklingum með alvarlegri og flóknari vanda innan geðheilsuteymis fullorðinna. 

Fram kemur hjá stofnuninni að stöðugildin verði fleiri en áður og vel hafi gengið að ráða í ströf sérfræðinga. Þannig verði til öflug geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn á Norður- og Austurlandi. 

Í frétt HSN segir einnig:

Í kjölfar þessarar tilfærslu mun HSN einnig geta veitt börnum með alvarlegri og flókinn vanda þjónustu, bæði á Norður- og Austurlandi með stuðningi Geðheilsumiðstöðvar barna. Í kjölfar þessa hefur stöðugildum í geðheilsuteymi barna og ungmenna verið fjölgað frá því sem var hjá SAk og nýir sérfræðingar ráðnir til starfa.

María Bjarnadóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin teymisstjóri og félagsráðgjafi teymisins. Hún starfaði áður sem teymisstjóri meðferðarteymis hjá barna- og unglingageðdeild Landsspítala (BUGL). Þá bætist við Anna Lilja Sigurvinsdóttir, sálfræðingur sem áður var í geðheilsuteymi fullorðinna á HSN, og Ingibjörg Ragna Malmquist, sálfræðingur sem var á stofu og þar áður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hugrún Hauksdóttir læknir, Friðrik Már Ævarsson sálfræðingur, Róshildur Arna Ólafsdóttir sálfræðingur og Elín Karlsdóttir sálfræðingur voru öll starfandi í BUG teyminu á SAk og munu halda áfram því starfi í nýju geðheilsuteymi hjá HSN. Ester Dögg Jónsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur verður einnig hluti af teyminu en hún starfar hjá HSN í dag.

„Við sjáum mikil tækifæri til að efla þjónustu og samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Norðurlandi og Austurlandi undir hatti HSN og því er gríðarmikill styrkur að fá reynt og gott fólk til starfa í nýtt geðheilsuteymi. HSN hefur mikinn metnað til að gera þetta vel,“ segir Alice Harpa Björgvinsdóttir, forstöðumaður sálfélagslegrar þjónustu hjá HSN. „Núna verður þjónustan öll á einum stað sem gerir boðleiðir styttri, eflir þverfaglega samvinnu og bætir flæði á milli þjónustustiga. Þá gerir stærra teymi en áður okkur kleift að sinna fleiri börnum og unglingum en áður.“

Geðheilsuteymi HSN mun sinna börnum með miðlungs til alvarlega flókinn vanda sem þurfa aðkomu teymis eða fyrir þau börn sem þurfa meiri, lengri og sérhæfðari þjónustu en veitt er í grunnþjónustu heilsugæslunnar. Þá mun geðheilsuteymið einnig sinna þjónustu við börn og ungmenni í heilbrigðisumdæmi Austurlands. Markmiðið er að efla þjónustu fyrir börn og unglinga í nærumhverfi þeirra og fjölskyldna þeirra í góðu samstarfi við samstarfsstofnanir, eins og t.d. SAk, BUGL, Geðheilsumiðstöð barna, heilsugæslur í heimabyggð, skóla og félagsþjónustu. Bráðamálum verður sem áður sinnt á Sjúkrahúsinu á Akureyri en í samvinnu við geðheilsuteymi HSN til að tryggja samfellu þjónustunnar.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00