Fara í efni
Umræðan

Gísli Bragi og félagar í boðhlaupssveit ÍBA

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 64

Gísli Bragi Hjartarson, sem lést í byrjun síðustu viku, var góður íþróttamaður. Hann keppti meðal annars í frjálsíþróttum og er hér lengst til vinstri á verðlaunapalli undir lok sjötta áratugar síðustu aldar.

„Ég held að þetta sé sigursveit ÍBA í 1000 metra boðhlaupi 1957 eða 1958. Ég man að við höfðum aldrei hlaupið saman fyrr,“ sagði Gísli Bragi við þann sem þetta skrifar, þegar hann skoðaði myndina fyrir nokkrum árum. Frjálsíþróttakeppni var iðulega liður í hátíðahöldum á Akureyrarvelli á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og bæði árin sem Gísli nefndi var m.a. keppt í 1000 m boðhlaupi. Ómögulegt er að segja með vissu nú hvort árið þetta er því álíka mikill (eða lítill) snjór virðist í Vaðlaheiði um miðjan júní bæðin árin, skv. myndum í blöðum frá þeim tíma. Ekkert verður því fullyrt að sinni, annað en að myndin er afar skemmtileg.

Hlaupararnir eru, frá vinstri, Gísli Bragi úr Þór (fæddur 1939), Björn Sveinsson KA (1938), Magnús Jónsson Þór (1933) og Eiríkur Sveinsson KA 1934), bróðir Björns.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15