Fara í efni
Umræðan

Sjálfbærni

Fræðsla til forvarna - XXXV
 

Sjálfbærni er nýlegt hugtak sem vel þess virði er að hugleiða og ræða.

„Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: Vernd umhverfisins, félagsleg velferð og efnahagsvöxtur, en mikilvægt er skoða þessar þrjár stoðir heildrænt þegar leitast er við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið“. (Heimild: Samtök atvinnulífsins).
 
Gamla kolanáman skapaði fátækum störf, gerði landeigendur ríka en skemmdi heilsu og mengaði umhverfið. Væri hún sjálfbær þá, þegar fáir kostir voru um orkugjafa, teldist hún það ekki í dag. Framleiðsla og sala á áfengi er líklega sjálfbær ef einungis er horft á efnahagsvöxt (lesist gróða) framleiðslu- og sölufyrirtækjanna en trúlega ekki sjálfbær fyrir samfélagið ef tekið er tillit til neikvæðra áhrifa á félagslega velferð. Ef ágóðavon fyrirtækja í ferðamannaþjónustu gengur of langt tapar Ísland aðdráttarafli sínu og það bitnar á sjálfbærni þessa atvinnusviðs og samfélagsins alls.
 
Vonandi verður sú nálgun sem felst í þessu hugtaki til góðs. Það er amk líklegt að sjálfbærni samfélagsins sé betur borgið ef við hugsum ekki aðeins um fjárhagslegan ávinning (gróða) heldur einnig félagslega (mannlega) þáttinn.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00